Held að ansi margir leikmenn og þjálfarar myndu ekki ná dómaraprófinu Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2022 08:31 Guðjón Guðmundsson og Vilhelm Gauti Bergsveinsson spjölluðu saman í búningsklefa Fram í Safamýri. Stöð 2 Sport „Þeir höfðu vit fyrir dómurunum í 25 ár. Nú sitja þeir hinu megin við borðið,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, um þá Vilhelm Gauta Bergsveinsson og Ólaf Víði Ólafsson sem í dag starfa sem handboltadómarar. Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira