Steinunn vildi fara fyrr af stað en sjúkraþjálfarinn hélt aftur af henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 15:30 Steinunn Björnsdóttir hefur verið einn allra besta leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár og endurkoma hennar eflir Framliðið til muna. stöð 2 sport Fram fékk heldur betur búbót fyrir lokasprett tímabilsins þegar Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn í stórsigri liðsins á Aftureldingu, 20-39. Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira