Kópavogur á að gera okkur auðveldara að lifa umhverfisvænum lífsstíl Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 4. apríl 2022 07:01 Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun