Þetta kemur fram í svari sóttvarnalæknis við fyrirspurn Umboðsmanns barna. Samtals hafa 56.322 börn á aldrinum 0 til 17 ára þurft að sæta sóttkví minnst einu sinni á tímabilinu. Tæpur helmingur, eða 25.882 hafa þurft að sæta endurtekinni sóttkví. Flest börnin eru á aldrinum 6 til 12 ára, eða 11.918 talsins.
Aldur miðast við dagsetningu við upphaf sóttkvíar. Ef barn á tvö eða fleiri sóttkvíartímabil í sitthvorum aldurshópnum þá telur barnið tvisvar
Að sögn sóttvarnalæknis hafa 23.552 börn 5 ára og yngri farið í PCR-sýnatöku frá upphafi faraldurs til 24. febrúar 2022.
Alss hafa 35.045 börn á aldrinum 0 til 17 ára þurft að sæta einangrun í kjölfar greiningar á Covid-19 frá upphafi faraldursins til 24. febrúar 2022.
Aldurshópur | Fjöldi í einangrun |
0-5 ára | 8.623 |
6-12 ára | 16.143 |
13-17 ára | 10.279 |
Aldur miðast við dagsetningu greiningar og ef barn á fleiri en tvö einangrunartímabil þá telur seinna tímabilið.