Aron Kristján um næsta leik við Val: Það er bara úrslitaleikur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. apríl 2022 22:45 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans eru á toppnum. Vísir/Hulda Margrét Haukarnir náðu að klára KA í kvöld með góðum endaspretti og Aron Kristjánsson þjálfari liðsins var ánægður með viljastyrj sinna manna. Haukar fengu KA í heimsókn í kvöld í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Var leikurinn spennandi allt fram á lokamínútu leiksins. Lauk leiknum þó með þriggja marka sigri heimamanna, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Lokatölur 27-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sýnir menn sýna mikinn viljastyrk til að vinna leikinn. „Þetta var bara svolítið erfitt í dag. Við sýndum mikinn sigurvilja og neituðum að láta leggja okkur. Við ætluðum að taka þessi tvö stig og þetta var svona erfiður leikur framan af. Við vorum að fá allt of mikið af tveggja mínútna brottvísunum í fyrri hálfleik og lentum tvisvar sinnum tveimur færri. Það er mjög erfið staða í einum hálfleik að lenda tvisvar sinnum tveimur mönnum færri. Klikkum á dauðafærum úr hornunum, þó nokkrum, samt bara tvö mörk í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri. Við náum fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, þannig að það er sex marka sveifla. Við klárum tvö stig.“ Aðspurður út í hvað honum þætti um allan þann fjölda brottvísana sem lið hans fékk í kvöld sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þetta. „Ég sá ekki eins og í fyrri hálfleik en síðasta var alveg rétt (tveggja mínútna refsing á Stefán Rafn Sigurmannsson). Við vorum klaufalegir líka. Hornamennirnir okkar að stíga inn í menn í dauðafærum og svo framvegis, í stað þess að láta menn fara. Það er bara ekki nógu gott, við þurfum að vera klókari þar. Ég var ánægður með þéttleikann varnarlega í seinni hálfleik, þá vorum við grimmir í okkar leik. Við vorum að vísu að lenda í smá vandræðum, meiðsla vandræðum og Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) með þrisvar tvær. En þú veist, bara berjast fyrir þessu.“ Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka, fannst sitt lið sýna klaufaskap undir lok leiksins .þegar KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark. „Það var náttúrulega ótrúlegur klaufagangur. Við stillum einhverju ákveðnu upp en náum ekki að, stöndum á vitlausum stöðum og eitthvað. Það er líka að vera í þessari stöðu, leikmennirnir eru inn á að stýra, þetta var svolítið óðagot. Venjulega erum við að gera þessa hluti mjög vel og líka klikkum á dauðafærum fyrir utan tæknifeila. Við sýnum styrk að klára þetta.“ Næst síðasta umferð Olís-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudag og þar mæta Haukar Val. Sitja þessi tvö lið í efstu sætum deildarinnar þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að. Gæti sá leikur ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var stutt orður þegar hann var spurður út í þann leik. „Það er bara úrslitaleikur.“ Olís-deild karla Haukar Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Haukar fengu KA í heimsókn í kvöld í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Var leikurinn spennandi allt fram á lokamínútu leiksins. Lauk leiknum þó með þriggja marka sigri heimamanna, eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Lokatölur 27-24. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fannst sýnir menn sýna mikinn viljastyrk til að vinna leikinn. „Þetta var bara svolítið erfitt í dag. Við sýndum mikinn sigurvilja og neituðum að láta leggja okkur. Við ætluðum að taka þessi tvö stig og þetta var svona erfiður leikur framan af. Við vorum að fá allt of mikið af tveggja mínútna brottvísunum í fyrri hálfleik og lentum tvisvar sinnum tveimur færri. Það er mjög erfið staða í einum hálfleik að lenda tvisvar sinnum tveimur mönnum færri. Klikkum á dauðafærum úr hornunum, þó nokkrum, samt bara tvö mörk í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert betri. Við náum fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, þannig að það er sex marka sveifla. Við klárum tvö stig.“ Aðspurður út í hvað honum þætti um allan þann fjölda brottvísana sem lið hans fékk í kvöld sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þetta. „Ég sá ekki eins og í fyrri hálfleik en síðasta var alveg rétt (tveggja mínútna refsing á Stefán Rafn Sigurmannsson). Við vorum klaufalegir líka. Hornamennirnir okkar að stíga inn í menn í dauðafærum og svo framvegis, í stað þess að láta menn fara. Það er bara ekki nógu gott, við þurfum að vera klókari þar. Ég var ánægður með þéttleikann varnarlega í seinni hálfleik, þá vorum við grimmir í okkar leik. Við vorum að vísu að lenda í smá vandræðum, meiðsla vandræðum og Stebbi (Stefán Rafn Sigurmannsson) með þrisvar tvær. En þú veist, bara berjast fyrir þessu.“ Aroni Kristjánssyni, þjálfari Hauka, fannst sitt lið sýna klaufaskap undir lok leiksins .þegar KA-menn náðu að minnka muninn niður í eitt mark. „Það var náttúrulega ótrúlegur klaufagangur. Við stillum einhverju ákveðnu upp en náum ekki að, stöndum á vitlausum stöðum og eitthvað. Það er líka að vera í þessari stöðu, leikmennirnir eru inn á að stýra, þetta var svolítið óðagot. Venjulega erum við að gera þessa hluti mjög vel og líka klikkum á dauðafærum fyrir utan tæknifeila. Við sýnum styrk að klára þetta.“ Næst síðasta umferð Olís-deildarinnar fer fram næstkomandi miðvikudag og þar mæta Haukar Val. Sitja þessi tvö lið í efstu sætum deildarinnar þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að. Gæti sá leikur ráðið úrslitum um deildarmeistaratitilinn. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var stutt orður þegar hann var spurður út í þann leik. „Það er bara úrslitaleikur.“
Olís-deild karla Haukar Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira