„Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2022 08:02 KA-menn fagna sigri á Selfossi og sæti í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson tók KA fyrir í nýjasta Eina innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Gaupi ræddi þá við Heimi Örn Árnason sem hefur spilað fyrir KA, þjálfað KA sem og stjórnað málunum utan vallar hjá KA í gegnum tíðina. „Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
„Á tíunda áratugnum var KA eina stórveldið utan af landi í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1997 og aftur árið 2002. KA varð síðan bikarmeistari 1995 og 1996 og síðan aftur árið 2004. Hallaði hratt undan fæti hjá félaginu „Í framhaldinu á bikarmeistaratitlinum 2004 þá hallaði hratt undan fæti hjá félaginu,“ sagði Guðjón. Guðjón fékk Heimi Örn Árnason til að reyna útskýra hvað gerðist hjá KA á þessum tímapunkti. „Það sem að gerðist. Það er ekki hægt að útskýra það á einn eða annan hátt. Peningar skipta máli og hvort að það sé rétta fólkið í þessu sem hefur réttan áhuga og ástríðu fyrir klúbbnum. Við erum alla vega með hjartað á réttum stað núna,“ sagði Heimir Örn Árnason. Fengu ótrúlega sendingu heim „Við tókum gríðarlegan sjens fyrir fimm árum síðan. Við fengum ótrúlega sendingu heim í Jónatani Magnússyni frá Noregi. Ég tók við sem formaður unglingaráðs og við ákváðum að búa til fullt starf fyrir Jónatan. Við réðum síðan Stefán Árnason með honum fyrir fjórum árum og þetta er búið að versa gríðarlega vel heppnað,“ sagði Heimir Örn. „Við tókum áhættu því þetta voru menn í fullri vinnu fyrir klúbbinn. Með þessu þá fór þetta upp á miklu, miklu hærra plan. Allar æfingar, allar aukæfingar og allt saman. Þetta var ágætlega gert á árum áður og frændi minn Jóhannes Bjarnason stjórnaði því. Hann er búinn að leggja þjálfaraskóna á hilluna. Einhvern veginn þurftum við að endurvekja þetta og það gerðust með Jonna,“ sagði Heimir Örn. Allir eiga að vera kurteisir „Við erum ótrúlega stoltir af okkar starfi, mjög stoltir, byggjum rosalega upp á mikill gleði með góðum aga inn á milli. Á öllum ferðalögum viljum við að við skiljum allt eftir hreint og fínt og að allir séu kurteisir. Það er það sem skiptir máli að ala upp, ekki bara góða handboltamenn heldur góðar manneskjur,“ sagði Heimir Örn. Það má horfa á allt innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina um KA
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira