Hvernig verður Ísland kolefnishlutlaust? Birta Kristín Helgadóttir skrifar 1. apríl 2022 10:31 Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um árangur í loftslagsmálum, sem felur í sér 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi árið 2040. Íslenskt atvinnulíf tekur virkan þátt í að ná þessum markmiðum um minni losun og kolefnishlutleysi enda mun innleiðing sjálfbærni í rekstri efla samkeppnishæfni fyrirtækja til framtíðar. Einstakar atvinnugreinar hafa þegar tekið málin föstum tökum og gert áætlanir um kolefnishlutleysi, eins hafa fjölmörg fyrirtæki sett sér sambærileg markmið fyrir sína starfsemi. Íslensk fyrirtæki setja með þessu gott fordæmi og byggja traustan grundvöll til að takast á við loftslagsvána. Atvinnulífið leikur stórt hlutverk í loftslagsmálum þegar kemur að tækniþróun, nýsköpun og umhverfisvænum lausnum. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir með sérstaka áherslu á að finna leiðir til að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Grænvangur sér um útgáfu Loftslagsvegvísis atvinnulífsins, en tilgangur hans er að skilgreina stöðuna í hverri grein atvinnulífsins og móta tillögur til úrbóta. Það er nefnilega mikilvægt ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þessum málum að unnið sé skipulega og markvisst, hvort heldur sem einstök fyrirtæki eða atvinnulífið í heild. Öll getum við gert eitthvað Fyrsta skrefið fyrir fyrirtæki sem vilja tileinka sér umhverfis- og loftslagsvænan rekstur er að setja sér raunhæf markmið og skilgreina hvernig standi til að ná þeim með þriggja skrefa ferli, sem byggir á lágmörkun, samdrætti og jöfnun. Fyrsta skrefið gengur út á að að mæla núverandi losun á öllum sviðum og lágmarka losun þar sem það er hægt með með einföldum hætti. Má sem dæmi nefna hluti sem margir taka sem sjálfsögðum, eins og að flokka rusl og draga úr orkunotkun með því t.d. að lækka í ofnum, slökkva ljós í lok dags, nota sparperur og nota stiga frekar en lyftu. Næsta skref er að skoða rekstur fyrirtækisins heildstætt og stíga eins stór skref í átt að orkuskiptum og kolefnishlutleysi og unnt er. Hér geta fyrirtæki hugað að bílaflota sínum og skipt yfir í hreinni bíla, dregið úr bíl- og flugferðum, og auðveldað starfsfólki að nýta umhverfisvænni og heilsusamlegri ferðamáta. Hér er einnig mikilvægt að huga að matarsóun og kolefnisspori máltíða starfsmanna og tileinka sér ábyrg innkaup, sem og að taka úrgangsmál föstum tökum. Þar skiptir máli að minnka sorp með því að endurnýta eins mikið og hægt er og endurvinna það sem eftir stendur. Þá losun sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða lágmarka með einum eða öðrum hætti má þá kolefnisjafna. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, bjóða fyrirtækjum kolefnisjöfnun. Auk þess skiptir miklu máli að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að kaup á kolefnisjöfnun er ekki vottorð til að gefa í og menga meira. Ársfundur Grænvangs Á ársfundi Grænvangs, sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík munu fulltrúar atvinnulífsins og stjórnvalda koma saman og ræða hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðum okkar um að verða kolefnishlutlaus og laus við jarðefnaeldsneyti. Fundurinn er öllum opinn og ég vona að sem flestir sjái sér fært að koma, enda er þetta málefni sem skiptir okkur öll máli. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun