Skóli í hverju? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 1. apríl 2022 07:30 Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Garðyrkja Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun