Skóli í hverju? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 1. apríl 2022 07:30 Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Garðyrkja Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun