Skóli í hverju? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 1. apríl 2022 07:30 Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Garðyrkja Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er spurning hvort Vinnuskólinn, sem sveitafélögin reka fyrir unglinga á sumrin, standi undir nafni. Unglingarnir fá aðeins greitt tiltekið hlutfall af lágmarkslaunum, mismunandi eftir sveitafélögum, undir því yfirskini að þar læri þau eitthvað. Vissulega læra þau að raka og gróðursetja blóm, jafnvel að stýra slátturvél. Sumsstaðar er einhver lífsleiknikennsla höfð með í för. Því miður hafa unglingarnir líka stundum lært að strákar eigi að vinna á vélum, en stelpur að raka. Jafnvel lært nokkra klámbrandara af sé lítið eldri unglingum. Verkstjórarnir eru nefninlega oft varla af unglingsaldri sjálfir og því sennilega ekki mikils að vænta af þeim sem verkstjórum. Læra börnin um réttindi sín á vinnumarkaði í Vinnuskólanum? Hvers vegna samþykkir verkalýðshreyfingin afar lága launataxta fyrir unglinga, en kennir þeim ekki um grundvallar réttindi þeirra á vinnumarkaði? Hvernig á að lesa launtöflur? Hvað segir launaseðillinn þér? Hver er veikindaréttur þinn? Hvað er uppsagnarfrestur, orlof, persónuafsláttur, lífeyrissjóðsgjald og í hvað fer stéttafélagsgjaldið? Hvenær er greidd dagvinna og hvenær yfirvinna? Hvað er jafnaðarkaup? Sem framhaldsskólakennari í 12 ár kynntist ég hversu illa unglingar stóðu á vinnumarkaðinum. Mörg hver óttuðust yfirmenn sína s.s. að vera látin í leiðinlegu verkin ef þau opnuðu munninn um rétt sinn. Nánast ekkert þeirra vissi hvað stéttarfélag var og flest unnu að mestu leyti á kvöldin og um helgar á jafnaðarkaupi. Ungmennin urðu gjarnan fyrir gagnrýni viðskiptavina, ef um þjónustustörf var að ræða, fyrir slaka þjónustulund og leti. Hins vegar höfðu þau hin sömu ekki fengið tilsögn í starfi að heitið geti. Engan æfingartíma. Fyrir margt löngu samdi ég kennsluefni um réttindi launafólks fyrir lífsleiknikennslu í framhaldsskólum. Að miklu leyti studdist ég við skrif Láru Júlíusdóttur, auk ýmissa annarra gagna. Ég hafði samband við starfsmenn ASÍ og óskaði eftir samstarfi um gott námsefni fyrir unglingana. Það var afþakkað og mér sagt að þau væru með sjálf með Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA), sem þá var, og þyrftu ekki á mínum kröftum að halda. Ekki væri heldur inni í myndinni að deila með mér einhverju af námsefni MFA til þess að færa það inn í skólana. Fyrir ekki alls löngu átti ég samtal við formann verkalýðsfélags og benti honum á þessa vankanta Vinnuskólanna. Vonandi þó ekki allra. Hann hafi aldrei hugleitt að Vinnuskólinn væri vettvangur til að ala upp meðvitað verkafólk um réttindi sín og skyldur. Eins og margir leit hann svo á að þeir væru gott úrræði til að koma börnum á fætur á morgnanna yfir sumartímann og minnka tölvunotkun þeirra. Hann lofaði þó að hugsa málið. Sveitafélögin spara mikla fjármuni með því að láta unglinga sinna garðyrkjustörfum fyrir sig í stað fullorðins fólks. Hvað eru þau og verkalýðsfélögin að kenna börnunum um leið? Að vera umfram annað hlýðið og þögult vinnuafl, sem spyr engra spurninga? Mín reynsla af unglingum á vinnumarkaði svarar því játandi. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar