Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2022 19:01 Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa gerði viðtalsrannsókn á íslenskum kvenföngum. Þar kom fram að allar konurnar höfðu orðið fyrir alvarlegum áföllum sem leiddi þær út í vímuefnavanda og neyslutengd afbrot. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram í erlendum rannsóknum. Vísir/Sigurjón Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis. „Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir. Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
„Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir.
Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent