Andrés Ingi biður stjórnarliða að hætta að ljúga uppá sig Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2022 16:13 Andrési Inga var heitt í hamsi á þinginu nú áðan: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum.“ vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn á þinginu nú síðdegis og kvartaði hástöfum undan málflutningi stjórnarliða sem hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf. „Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort forseti þurfi að afrugla stjórnarliðið aðeins. Það er alla vega eitthvað að ruglast í tengslum sínum við raunveruleikann miðað við ummæli formanns Framsóknarflokksins í gær, um þann misskilning hans að stjórnarandstaðan haldi störfum þingsins í gíslingu, og síðan í dag í langhund formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að þinghaldið sé allt í hægagangi út af einhverju sem hann kallar málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Ljóst mátti vera að Andrési Inga var mikið niðri fyrir en hann vísar þar til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Andrés Ingi sagði að í gær hafi ekki einu sinni tekist að ljúka fundartíma. Þingmenn þurftu að fara snemma heim vegna þess að þegar umræðu um fjarskiptafrumvarpið lauk voru ekki ráðherrar hér til að mæla fyrir fleiri málum. „Sama fólk og á samfélagsmiðlum heldur því fram að það gangi um allan bæinn tilbúið með framsöguræðurnar í töskunni til að hlaupa hingað inn og mæla fyrir málum, það fékkst ekki í hús. Þetta var eini þingfundadagurinn í vikunni og ekki er nú stjórnarandstaðan að ákveða að einn af þremur þingfundadögum sé lagður undir stjórnarmál. Nei, það er forseti Alþingis, stjórnarþingmaðurinn sjálfur.“ Þegar þarna var komið sögu var ræðutími Andrésar Inga liðinn þannig að Birgir Ármannsson forseti þingsins lamdi í bjöllu sína. Og það var í kappi við hana sem Andrés Ingi lauk máli sínu: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum þegar það eru þeirra eigin ráðherrar sem geta ekki einu sinni mætt.“ Alþingi Píratar Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
„Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort forseti þurfi að afrugla stjórnarliðið aðeins. Það er alla vega eitthvað að ruglast í tengslum sínum við raunveruleikann miðað við ummæli formanns Framsóknarflokksins í gær, um þann misskilning hans að stjórnarandstaðan haldi störfum þingsins í gíslingu, og síðan í dag í langhund formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að þinghaldið sé allt í hægagangi út af einhverju sem hann kallar málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Ljóst mátti vera að Andrési Inga var mikið niðri fyrir en hann vísar þar til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Andrés Ingi sagði að í gær hafi ekki einu sinni tekist að ljúka fundartíma. Þingmenn þurftu að fara snemma heim vegna þess að þegar umræðu um fjarskiptafrumvarpið lauk voru ekki ráðherrar hér til að mæla fyrir fleiri málum. „Sama fólk og á samfélagsmiðlum heldur því fram að það gangi um allan bæinn tilbúið með framsöguræðurnar í töskunni til að hlaupa hingað inn og mæla fyrir málum, það fékkst ekki í hús. Þetta var eini þingfundadagurinn í vikunni og ekki er nú stjórnarandstaðan að ákveða að einn af þremur þingfundadögum sé lagður undir stjórnarmál. Nei, það er forseti Alþingis, stjórnarþingmaðurinn sjálfur.“ Þegar þarna var komið sögu var ræðutími Andrésar Inga liðinn þannig að Birgir Ármannsson forseti þingsins lamdi í bjöllu sína. Og það var í kappi við hana sem Andrés Ingi lauk máli sínu: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum þegar það eru þeirra eigin ráðherrar sem geta ekki einu sinni mætt.“
Alþingi Píratar Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels