Andrés Ingi biður stjórnarliða að hætta að ljúga uppá sig Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2022 16:13 Andrési Inga var heitt í hamsi á þinginu nú áðan: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum.“ vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn á þinginu nú síðdegis og kvartaði hástöfum undan málflutningi stjórnarliða sem hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf. „Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort forseti þurfi að afrugla stjórnarliðið aðeins. Það er alla vega eitthvað að ruglast í tengslum sínum við raunveruleikann miðað við ummæli formanns Framsóknarflokksins í gær, um þann misskilning hans að stjórnarandstaðan haldi störfum þingsins í gíslingu, og síðan í dag í langhund formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að þinghaldið sé allt í hægagangi út af einhverju sem hann kallar málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Ljóst mátti vera að Andrési Inga var mikið niðri fyrir en hann vísar þar til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Andrés Ingi sagði að í gær hafi ekki einu sinni tekist að ljúka fundartíma. Þingmenn þurftu að fara snemma heim vegna þess að þegar umræðu um fjarskiptafrumvarpið lauk voru ekki ráðherrar hér til að mæla fyrir fleiri málum. „Sama fólk og á samfélagsmiðlum heldur því fram að það gangi um allan bæinn tilbúið með framsöguræðurnar í töskunni til að hlaupa hingað inn og mæla fyrir málum, það fékkst ekki í hús. Þetta var eini þingfundadagurinn í vikunni og ekki er nú stjórnarandstaðan að ákveða að einn af þremur þingfundadögum sé lagður undir stjórnarmál. Nei, það er forseti Alþingis, stjórnarþingmaðurinn sjálfur.“ Þegar þarna var komið sögu var ræðutími Andrésar Inga liðinn þannig að Birgir Ármannsson forseti þingsins lamdi í bjöllu sína. Og það var í kappi við hana sem Andrés Ingi lauk máli sínu: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum þegar það eru þeirra eigin ráðherrar sem geta ekki einu sinni mætt.“ Alþingi Píratar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort forseti þurfi að afrugla stjórnarliðið aðeins. Það er alla vega eitthvað að ruglast í tengslum sínum við raunveruleikann miðað við ummæli formanns Framsóknarflokksins í gær, um þann misskilning hans að stjórnarandstaðan haldi störfum þingsins í gíslingu, og síðan í dag í langhund formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að þinghaldið sé allt í hægagangi út af einhverju sem hann kallar málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Ljóst mátti vera að Andrési Inga var mikið niðri fyrir en hann vísar þar til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Andrés Ingi sagði að í gær hafi ekki einu sinni tekist að ljúka fundartíma. Þingmenn þurftu að fara snemma heim vegna þess að þegar umræðu um fjarskiptafrumvarpið lauk voru ekki ráðherrar hér til að mæla fyrir fleiri málum. „Sama fólk og á samfélagsmiðlum heldur því fram að það gangi um allan bæinn tilbúið með framsöguræðurnar í töskunni til að hlaupa hingað inn og mæla fyrir málum, það fékkst ekki í hús. Þetta var eini þingfundadagurinn í vikunni og ekki er nú stjórnarandstaðan að ákveða að einn af þremur þingfundadögum sé lagður undir stjórnarmál. Nei, það er forseti Alþingis, stjórnarþingmaðurinn sjálfur.“ Þegar þarna var komið sögu var ræðutími Andrésar Inga liðinn þannig að Birgir Ármannsson forseti þingsins lamdi í bjöllu sína. Og það var í kappi við hana sem Andrés Ingi lauk máli sínu: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum þegar það eru þeirra eigin ráðherrar sem geta ekki einu sinni mætt.“
Alþingi Píratar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira