Óli Björn storkar stjórnarandstöðunni Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2022 14:22 Óli Björn lætur sig ekki muna um að höggva í sömu knérunn og Sigurður Ingi innviðaráðherra og saka stjórnarandstöðuna, allt að því hæðnislega, að vera dragbítur á störf þingsins með misgáfulegum málfundaæfingum sínum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins nýr stjórnarandstöðunni því um nasir í grein í Morgunblaðinu í morgun að hún stundi málþóf og því sé þingið í hægagangi. „Yfirbragð þingstarfa síðustu vikur hefur í besta falli verið sérkennilegt og líklega ekki til þess fallið að auka traust eða virðingu þingsins,“ segir Óli Björn í grein sinni. Og hann heldur áfram að væna stjórnarandstöðuna um að vera til vandræða: Mismerkilegur málflutningur „Í yfirstandandi mánuði hafa þingmenn stjórnarnandstöðunnar talið nauðsynlegt að taka nokkur hundruð sinnum til máls vegna fundarstjórnar forseta – ekki til að ræða um form líkt og þingsköp mæla fyrir heldur um efni máls. Grein Óla Björns, sem finna má í Morgunblaðinu í dag, hefur þegar valdið ólgu meðal stjórnarandstöðuþingmanna. Sem kemur Óla Birni líkast til ekki á óvart.skjáskot Og þeir hafa verið duglegir að spjalla við hvern annan í andsvörum, milli þess sem þeir endurtaka efnislega ræður hvers annars í umræðum um þingmál sem vissulega skipta land og þjóð misjafnlega miklu,“ segir Óli Björn. Þessi grein mun svo verða tekin til umræðu í liðnum Um fundarstjórn á þinginu nú á eftir. Óli Björn heggur þarna í sömu knérunn og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. En í gær voru harðar umræður á þinginu um hliðstæðar ásakanir hans. Þau orð ráðherra fóru öfugt ofan í þingmenn stjórnarandstöðunnar, leiddu til uppnáms á þinginu og nú skvettir Óli Björn olíu á þann eld. Frumvörp sitja föst vegna mismerkilegra málfundaæfinga „Þinghaldið allt er því í hægagangi,“ segir Óli Björn sem fullyrðir í grein sinni að svo sé það í hugum stjórnarþingmanna; að mismerkilegar málfundaæfingar stjórnarandstöðunnar séu dragbítur á ýmislegt það sem til framfara horfi fyrir land og þjóð. „Tugir stjórnarmála bíða umræðu. Mörg hafa verið á dagskrá þingsins dögum saman án þess að ráðherrar hafi fengið tækifæri til að mæla fyrir þeim. Efnisleg umræða fer ekki fram, frumvörp og þingsályktunartillögur komast ekki til nefnda og því ekki send út til umsagnar. Misjafnlega merkilegar málfundaæfingar í þingsal halda hins vegar áfram,“ segir Óli Björn. Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Yfirbragð þingstarfa síðustu vikur hefur í besta falli verið sérkennilegt og líklega ekki til þess fallið að auka traust eða virðingu þingsins,“ segir Óli Björn í grein sinni. Og hann heldur áfram að væna stjórnarandstöðuna um að vera til vandræða: Mismerkilegur málflutningur „Í yfirstandandi mánuði hafa þingmenn stjórnarnandstöðunnar talið nauðsynlegt að taka nokkur hundruð sinnum til máls vegna fundarstjórnar forseta – ekki til að ræða um form líkt og þingsköp mæla fyrir heldur um efni máls. Grein Óla Björns, sem finna má í Morgunblaðinu í dag, hefur þegar valdið ólgu meðal stjórnarandstöðuþingmanna. Sem kemur Óla Birni líkast til ekki á óvart.skjáskot Og þeir hafa verið duglegir að spjalla við hvern annan í andsvörum, milli þess sem þeir endurtaka efnislega ræður hvers annars í umræðum um þingmál sem vissulega skipta land og þjóð misjafnlega miklu,“ segir Óli Björn. Þessi grein mun svo verða tekin til umræðu í liðnum Um fundarstjórn á þinginu nú á eftir. Óli Björn heggur þarna í sömu knérunn og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. En í gær voru harðar umræður á þinginu um hliðstæðar ásakanir hans. Þau orð ráðherra fóru öfugt ofan í þingmenn stjórnarandstöðunnar, leiddu til uppnáms á þinginu og nú skvettir Óli Björn olíu á þann eld. Frumvörp sitja föst vegna mismerkilegra málfundaæfinga „Þinghaldið allt er því í hægagangi,“ segir Óli Björn sem fullyrðir í grein sinni að svo sé það í hugum stjórnarþingmanna; að mismerkilegar málfundaæfingar stjórnarandstöðunnar séu dragbítur á ýmislegt það sem til framfara horfi fyrir land og þjóð. „Tugir stjórnarmála bíða umræðu. Mörg hafa verið á dagskrá þingsins dögum saman án þess að ráðherrar hafi fengið tækifæri til að mæla fyrir þeim. Efnisleg umræða fer ekki fram, frumvörp og þingsályktunartillögur komast ekki til nefnda og því ekki send út til umsagnar. Misjafnlega merkilegar málfundaæfingar í þingsal halda hins vegar áfram,“ segir Óli Björn.
Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira