Íbúalýðræði og stórlaxar á Austurlandi Pétur Heimisson skrifar 29. mars 2022 14:01 Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Íbúar hafa kallað eftir upplýsingum og sveitarstjórn Múlaþings beindi því til forsvarsmanna fiskeldisins að kynna áform sín með því kröftuga orðalagi; „...um leið og aðstæður leyfa...“. ....og loks leyfðu aðstæður Þann 3. mars sl. hélt laxeldisfólk upplýsingafund, 7 árum frá upphafi eldisáformanna og nær 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn bað um slíkan fund. Jens Garðar forsvarsmaður eldisins opnaði fundinn, íklæddur tveimur sloppum, var í senn fundarstjóri, forsvarsmaður og aðalkynnir laxeldisins. Gefur það tilefni til að tala um fleiri fiska hála, en ála? Hann sagði laxeldisfólk vilja hefja eldið í Seyðisfirði í samfélagslegri sátt, en í hvorum sloppnum hann var þá sá ég ekki. Um kynninguna má segja að fagurt galaði fuglinn sá og framsögumenn gerðu sitt besta til að segja þann hluta sannleikans sem þeir sjá og aðhyllast. Tveimur vikum síðar birti Austrfrétt þessa tilvitnun í Jens Garðar; „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi“. Boðlegt? Óboðlegt af mörgum ástæðum Sjókvíaeldi er þegar í fjörðum eystra en eldismenn vilja meira, mikið meira. Um fullvinnslu afurðar er ekki rætt, andstætt því sem almennt gerist við verðmætasköpun í dag. Andstæðingar eldis í opnum sjókvíum telja það óboðlega aðferð við matvælaframleiðslu og styðja m.a. með myndum af sjúkum og sárum laxi úr slíku eldi. Norsk laxeldissaga vitnar um að eldi í opnum sjókvíum drepur hluta lífs á botni, ógnar villtum laxi í vissum mæli og hugsanlega líka rækjumiðum. Að hefja fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði tel ég ekki boðlegan valkost í dag þegar við vitum að markmið um hagsæld og um verndun lífríkis eru ekki andstæð, heldur fara saman. Ég hef á líðandi kjörtímabili unnið gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og andstöðu Seyðfirðinga, andstöðu sem Skiplagsstofnun telur jafnvel þá mestu við slíkt eldi sem þekkist. Náttúruvernd hefst í heimabyggð og þar á að iðka íbúalýðræði árið 2022. Veldur hver á heldur. Höfundur er heimilislæknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningarnar 14.05.2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Vinstri græn Fiskeldi Pétur Heimisson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Íbúar hafa kallað eftir upplýsingum og sveitarstjórn Múlaþings beindi því til forsvarsmanna fiskeldisins að kynna áform sín með því kröftuga orðalagi; „...um leið og aðstæður leyfa...“. ....og loks leyfðu aðstæður Þann 3. mars sl. hélt laxeldisfólk upplýsingafund, 7 árum frá upphafi eldisáformanna og nær 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn bað um slíkan fund. Jens Garðar forsvarsmaður eldisins opnaði fundinn, íklæddur tveimur sloppum, var í senn fundarstjóri, forsvarsmaður og aðalkynnir laxeldisins. Gefur það tilefni til að tala um fleiri fiska hála, en ála? Hann sagði laxeldisfólk vilja hefja eldið í Seyðisfirði í samfélagslegri sátt, en í hvorum sloppnum hann var þá sá ég ekki. Um kynninguna má segja að fagurt galaði fuglinn sá og framsögumenn gerðu sitt besta til að segja þann hluta sannleikans sem þeir sjá og aðhyllast. Tveimur vikum síðar birti Austrfrétt þessa tilvitnun í Jens Garðar; „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi“. Boðlegt? Óboðlegt af mörgum ástæðum Sjókvíaeldi er þegar í fjörðum eystra en eldismenn vilja meira, mikið meira. Um fullvinnslu afurðar er ekki rætt, andstætt því sem almennt gerist við verðmætasköpun í dag. Andstæðingar eldis í opnum sjókvíum telja það óboðlega aðferð við matvælaframleiðslu og styðja m.a. með myndum af sjúkum og sárum laxi úr slíku eldi. Norsk laxeldissaga vitnar um að eldi í opnum sjókvíum drepur hluta lífs á botni, ógnar villtum laxi í vissum mæli og hugsanlega líka rækjumiðum. Að hefja fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði tel ég ekki boðlegan valkost í dag þegar við vitum að markmið um hagsæld og um verndun lífríkis eru ekki andstæð, heldur fara saman. Ég hef á líðandi kjörtímabili unnið gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og andstöðu Seyðfirðinga, andstöðu sem Skiplagsstofnun telur jafnvel þá mestu við slíkt eldi sem þekkist. Náttúruvernd hefst í heimabyggð og þar á að iðka íbúalýðræði árið 2022. Veldur hver á heldur. Höfundur er heimilislæknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningarnar 14.05.2022.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun