En í ljósi þess að uppi eru fjölmargir óvissuþættir sem hafa áhrif á hagþróun og þar af leiðandi framvindu opinberra fjármála er í fjármálaáætlun dregin fram önnur og dekkri sviðsmynd þannig gerir svartsýnasta spáin ráð fyrir tvöföldun á olíuverði á milli ára. Olíuverð muni hækka í 150 dollara á tunnu og að það haldist þannig út spátímann.
Í svartsýnu sviðsmyndinni eru könnuð áhrif þess ef stríðið dregst á langinn og leiðir til enn meiri hækkun á olíuverði og annarrar innfluttrar hrávöru, minni alþjóðlegs hagvaxtar og meiri áhættufælni en samkvæmt grunnspá.
Ljóst er að hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu mun koma illa niður á heimilunum og eru áhrif innrásarstríðsins í Úkraínu þegar farin að gæta á Íslandi, til dæmis í hækkandi olíuverði.
Í upphafi árs 2022 var verð á Brent-hráolíu um 80 dollarar á tunnu en það hækkaði verulega í kjölfar innrásarinnar og var hæst 130 dollarar á tunnu snemma í mars.