Arnar: Verðum að hrósa Pétri þjálfara Vestra Árni Jóhannsson skrifar 28. mars 2022 21:20 Arnar var sáttur með góðan sigur. Vísir/Vilhelm Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld á Vestra 99-66 í Ásgarði. Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira