Arnar: Verðum að hrósa Pétri þjálfara Vestra Árni Jóhannsson skrifar 28. mars 2022 21:20 Arnar var sáttur með góðan sigur. Vísir/Vilhelm Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld á Vestra 99-66 í Ásgarði. Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum