Danir drottna yfir handboltaheiminum Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 17:00 Niklas Landin og Sandra Toft voru best í heimi í handbolta á árinu 2021. Getty Danir eiga besta handboltafólkið og þjálfarana samkvæmt kjöri alþjóða handknattleikssambandsins vegna ársins 2021. Markverðirnir Niklas Landin og Sandra Toft voru valin bestu leikmenn heims á árinu 2021, og þjálfararnir Nikolaj Jacobsen og Jesper Jensen bestu þjálfararnir. Fimm voru tilnefnd í hverjum flokki og það var svo í höndum handboltaaðdáenda um allan heim að kjósa þau bestu. Danish domination The 2021 IHF World Players & Coaches of the Year are: Female player: Sandra Toft Male player: Niklas Landin Coach women's: Jesper Jensen Coach men's: Nikolaj JacobsenVotes came from 6 continental confederations https://t.co/vzdiQ8FBjp pic.twitter.com/94w4kGm07r— International Handball Federation (@ihf_info) March 28, 2022 Landin ver mark danska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi. Hann er fyrsti handboltakarlinn til að vera valinn bestur tvö ár í röð en í fyrra var hann í lykilhlutverki þegar Danmörk varð heimsmeistari og vann silfur á Ólympíuleikunum, og valinn besti markvörður Meistaradeildar Evrópu. Sandra Toft er fyrsta danska handboltakonan til að vera valin best síðan Anja Anderson var valin árið 1997. Toft átti stóran þátt í að danska kvennalandsliðið næði í sín fyrstu verðlaun í átta ár, með því að vinna brons á HM þar sem hún varði 43% skota sem hún fékk á sig. Toft vann líka frönsku deildina með Brest Bretagne og komst með liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nikolaj Jacobsen stýrði eins og fyrr segir Dönum til heimsmeistaratitils í handbolta karla og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Jesper Jensen stýrði kvennaliðinu til bronsverðlaunanna á HM en stýrði einnig liði Esbjerg í Danmörku sem fór ósigrað í gegnum fyrri hluta Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót. Handbolti HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Markverðirnir Niklas Landin og Sandra Toft voru valin bestu leikmenn heims á árinu 2021, og þjálfararnir Nikolaj Jacobsen og Jesper Jensen bestu þjálfararnir. Fimm voru tilnefnd í hverjum flokki og það var svo í höndum handboltaaðdáenda um allan heim að kjósa þau bestu. Danish domination The 2021 IHF World Players & Coaches of the Year are: Female player: Sandra Toft Male player: Niklas Landin Coach women's: Jesper Jensen Coach men's: Nikolaj JacobsenVotes came from 6 continental confederations https://t.co/vzdiQ8FBjp pic.twitter.com/94w4kGm07r— International Handball Federation (@ihf_info) March 28, 2022 Landin ver mark danska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi. Hann er fyrsti handboltakarlinn til að vera valinn bestur tvö ár í röð en í fyrra var hann í lykilhlutverki þegar Danmörk varð heimsmeistari og vann silfur á Ólympíuleikunum, og valinn besti markvörður Meistaradeildar Evrópu. Sandra Toft er fyrsta danska handboltakonan til að vera valin best síðan Anja Anderson var valin árið 1997. Toft átti stóran þátt í að danska kvennalandsliðið næði í sín fyrstu verðlaun í átta ár, með því að vinna brons á HM þar sem hún varði 43% skota sem hún fékk á sig. Toft vann líka frönsku deildina með Brest Bretagne og komst með liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nikolaj Jacobsen stýrði eins og fyrr segir Dönum til heimsmeistaratitils í handbolta karla og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Jesper Jensen stýrði kvennaliðinu til bronsverðlaunanna á HM en stýrði einnig liði Esbjerg í Danmörku sem fór ósigrað í gegnum fyrri hluta Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót.
Handbolti HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira