Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. mars 2022 12:00 Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun