Hafa skal það sem sannara reynist Þórsteinn Ragnarsson skrifar 28. mars 2022 09:30 Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. Fyrir nokkrum árum setti Sigríður Bylgja fram hugmynd um breytingar á greftrun duftkera sem fólst aðallega í því að jarðsetja tré með hverju duftkeri og nefndi hún framkvæmdina „að gróðursetja duftker”. Hugmyndafræðin var vissulega falleg en vart framkvæmanleg þar sem hvert tré sem vex upp tekur 8 til 10 fm sem er margfalt það landrými sem þarf undir venjulega gröf hvað þá hefðbundna duftgröf. Nú hefur Sigríður tekið málið lengra og vill setja á laggirnar bálstofu og lýsir hún í greininni þeim yfirburðum sem hennar bálstofa muni hafa umfram þá bálstofu sem kirkjugarðaráð hefur lagt til að byggð verði á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð að ekki sé talað um bálstofuna í Fossvogi. Í grein SB er því miður að finna endurteknar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta til að kaffistofugestir hennar fái rétta mynd af málinu. Hvað vakir fyrir SB með slíkum rangfærslum er ógjörningur að vita, því hún ætti að vita betur. Í upphafi greinarinnar segir SB:„Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist.“ Athugasemd: Þessi fullyrðing er röng. Lög um kirkjugarða snúast ekki um trúmálastarfsemi. Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) sem sjá um rúmlega 50% af jarðsetningum í landinu er stýrt af einstaklingum úr ýmsum áttum, frá Kirkjunni, fríkirkjum auk þess sem lífsskoðunarfélagið Siðmennt á fulltrúa í stjórn KGRP. Í athafnarrýmum í Fossvogi fara einnig fram útfarir þeirra sem eru utan trúfélaga. Í grein sinni kynnir SB til sögunnar nýjan valkost: „Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi valkostur sé háður trúar- og lífsskoðun þeirra sem njóta þjónustunnar, en þannig er það alls ekki. SB segir einnig: „Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir.“ Athugasemd: Hér er gefið í skyn að núverandi athafnarými séu háð trúfélagaaðild.Af hverju er þessu haldið fram þegar SB veit betur? KGRP hafa um áratugaskeið þjónað öllum sem leita eftir þjónustu og það er alkunna að þeir sem eru utan trúfélaga velja athafnarými í Fossvogi enda stendur það öllum opið. Undir liðnum „Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum“ segir SB meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sjá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Athugasemd: Þessar staðhæfingar dæma sig sjálfar. Þær eru allar settar fram til að koma þeirri hugsun inn hjá lesendum að núverandi fyrirkomulag sé með allt öðrum hætti en það er í raun og veru. Þeim sem vilja kynna sér þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um nýja bálstofu bendi ég á skýrslu sem Kirkjugarðaráð hefur látið vinna fyrir dómsmálaráðuneytið og nálgast má á þessari vefslóð. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma (KGRP).
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar