Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 08:49 Talibanar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir nýju takmarkanirnar. Getty/Anadolu Agency Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum en nýju takmarkanirnar voru síðar staðfestar af flugmálayfirvöldum í Afganistan. Tilkynningin kemur skömmu eftir að Talibanar gengu á bak loforða sinna um að opna miðskóla fyrir stúlkur á ný. Sú ákvörðun hefur meðal annars verið fordæmd af mannúðarsamtökum og erlendum valdhöfum en skólarnir höfðu verið lokaðir frá því að Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Skólunum var skyndilega lokað á miðvikudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að skólastarf hófst þar að nýju. Bandaríkjamenn afbókuðu á föstudag fyrirhugaðan fund með afgönskum ráðamönnum um efnahagsmál vegna lokunar skólanna. Vísað frá á flugvellinum Heimildarmenn Reuters, sem voru ekki nafngreindir af öryggisástæðum, segja að stjórnvöld hafi sent bréf til flugfélaga á laugardag þar sem þau voru upplýst um nýju takmarkanirnar. Reuters hefur eftir heimildarmönnunum að konur sem hafi verið búnar að bóka flugmiða yrði leyft að ferðast á sunnudag og mánudag. Þrátt fyrir það hafi einhverjum konum með farmiða verið vísað frá á alþjóðaflugvellinum í Kabúl á laugardag. Talsmaður Talibanastjórnarinnar hafði áður sagt að konur sem færu erlendis vegna náms ættu að vera í fylgd karlkyns ættingja. Óljóst er á þessu stigi máls hvort undantekningar séu frá nýju takmörkunum, vegna neyðartilvika eða í tilfelli kvenna sem eiga enga karlkyns ættingja í landinu. Sömuleiðis er óljóst hvort bannið nái til kvenna með tvöfaldan ríkisborgararétt. Afganistan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum en nýju takmarkanirnar voru síðar staðfestar af flugmálayfirvöldum í Afganistan. Tilkynningin kemur skömmu eftir að Talibanar gengu á bak loforða sinna um að opna miðskóla fyrir stúlkur á ný. Sú ákvörðun hefur meðal annars verið fordæmd af mannúðarsamtökum og erlendum valdhöfum en skólarnir höfðu verið lokaðir frá því að Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Skólunum var skyndilega lokað á miðvikudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að skólastarf hófst þar að nýju. Bandaríkjamenn afbókuðu á föstudag fyrirhugaðan fund með afgönskum ráðamönnum um efnahagsmál vegna lokunar skólanna. Vísað frá á flugvellinum Heimildarmenn Reuters, sem voru ekki nafngreindir af öryggisástæðum, segja að stjórnvöld hafi sent bréf til flugfélaga á laugardag þar sem þau voru upplýst um nýju takmarkanirnar. Reuters hefur eftir heimildarmönnunum að konur sem hafi verið búnar að bóka flugmiða yrði leyft að ferðast á sunnudag og mánudag. Þrátt fyrir það hafi einhverjum konum með farmiða verið vísað frá á alþjóðaflugvellinum í Kabúl á laugardag. Talsmaður Talibanastjórnarinnar hafði áður sagt að konur sem færu erlendis vegna náms ættu að vera í fylgd karlkyns ættingja. Óljóst er á þessu stigi máls hvort undantekningar séu frá nýju takmörkunum, vegna neyðartilvika eða í tilfelli kvenna sem eiga enga karlkyns ættingja í landinu. Sömuleiðis er óljóst hvort bannið nái til kvenna með tvöfaldan ríkisborgararétt.
Afganistan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira