Sveitarfélögin eiga að vera jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 28. mars 2022 07:30 Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Ríkt samfélag Íslenskt samfélag er með stöndugustu samfélögum í heimi. Slíkt samfélag á ekki að þurfa að sætta sig við að tiltekinn hluti barna upplifi fátækt á eigin skinni. Séu jaðarsett strax í leik- og grunnskóla vegna erfiðrar stöðu fjölskyldunnar. Missi af tækifærum sem aðrir í hópnum fá. Á málþinginu kom skýrt fram hvað það er mikilvægt fyrir samfélagið að öll börn fái tækifæri í samræmi við hæfileika sína og vilja. Að fjárhagsstaða foreldra stýri ekki öllu þeirra lífi. Hvað geta sveitarfélögin gert? En hvernig getum við haft áhrif á þetta? Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref af hálfu ríkisins með skattkerfisbreytingum og með lengingu fæðingarorlofs og hækkunar greiðslna til nýrra forleldra. En hvað geta sveitarfélögin gert? Við gætum hætt að rukka fyrir skólamáltíðir. Við gætum hætt að rukka fyrir skólaferðir eða aðra starfsemi innan grunnskólans yfirleitt. Gert þannig öllum grunnskólabörnum kleift að taka jafnan þátt í því sem fram fer innan skólanna. Við gætum stýrt íþrótta og frístundastyrkjum þannig að börn frá efnaminni heimilum þyrftu ekkert að borga fyrir þátttöku í einni íþróttagrein eða tónlistarnámi eða annarri tómstundastarfsemi. Við gætum tryggt að inni í þátttökugjöldum vegna íþrótta væri líka kostnaðurinn við keppnisferðir og búninga og búnað. Og í leikskólunum og dægradvöl eftir skóla gætum við tryggt að kostnaðurinn sligaði ekki efnalitlar fjölskyldur. Sveitarfélögin eru jöfnunartæki Við vinstri græn viljum líta á sveitarfélögin sem mikilvæg jöfnunartæki. Við getum beitt styrk sveitarfélaganna í þá átt og eigum að gera það. Við getum forgangsraðað í þágu barna. Barnafátækt er ólíðandi samfélagsmein sem við eigum að einbeita okkur að, og uppræta. Þannig búum við til öflugri og betri samfélög. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun