Göngustígar á bólakafi á höfuðborgarsvæðinu Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 20:31 Frá Norðlingaholti í dag. Vísir/Bjarni Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti í gær. Geysimikið gróðurlendi við Norðlingaholt og Rauðhóla er komið undir vatn eftir að áin Bugða flæddi yfir bakka sína um helgina. Sjá má afleiðingar þessa skýrt í myndbrotinu hér að ofan. „Vorið er á leiðinni þó að við fáum alltaf hret af og til og kólnun. Svona atburðir eftir því hvenær þeir koma á vorin og hvað það er mikill snjór, þá eru þeir misstórir og ef þetta hefði gerst kannski í apríl, hefðum við kannski fengið meira langvarandi hlýnun og flóðið orðið stærra,“ segir Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni. Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.Vísir/Bjarni Þetta er sem sagt síst eins slæmt og þetta gæti orðið, en í Borgarfirði er þetta þó ekki án afleiðinga. Við Ferjukot nálægt Hvanneyri flæddi Hvítá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að vegurinn fór í sundur að norðanverðu. Á tveimur stöðum við Hvítársíðuveg gerðist slíkt hið sama en sums staðar hefur þegar verið gert við veginn. Leysingar hafa viðsjárverðar afleiðingar í Borgarfirði.Aðsend mynd „Það var mikil rigning í Borgarfirði í gær og hitinn fór upp fyrir átta gráður við Hvanneyri og sennilega ekki alveg svona hlýtt inn til landsins. En þar húrraði snjórinn niður, eins og í Andakílnum, þar kom mikil leysing úr Skarðsheiðinni og fór í Andakílsá,“ segir Kristjana. Sjaldgæft er að Elliðaár flæði eins mikið yfir bakka sína og nú. Að sögn Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands má að hluta til rekja mikið flóðið til inngrips manna; nefnilega göngu- og hestabrúar, sem þrengir verulega að Bugðu. Áin var í dag komin alveg upp að brúargólfi. Manngerð brú þrengir að Bugðu.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Veður Reykjavík Tengdar fréttir Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Geysimikið gróðurlendi við Norðlingaholt og Rauðhóla er komið undir vatn eftir að áin Bugða flæddi yfir bakka sína um helgina. Sjá má afleiðingar þessa skýrt í myndbrotinu hér að ofan. „Vorið er á leiðinni þó að við fáum alltaf hret af og til og kólnun. Svona atburðir eftir því hvenær þeir koma á vorin og hvað það er mikill snjór, þá eru þeir misstórir og ef þetta hefði gerst kannski í apríl, hefðum við kannski fengið meira langvarandi hlýnun og flóðið orðið stærra,“ segir Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni. Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í vatnamælingum hjá Veðurstofunni.Vísir/Bjarni Þetta er sem sagt síst eins slæmt og þetta gæti orðið, en í Borgarfirði er þetta þó ekki án afleiðinga. Við Ferjukot nálægt Hvanneyri flæddi Hvítá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að vegurinn fór í sundur að norðanverðu. Á tveimur stöðum við Hvítársíðuveg gerðist slíkt hið sama en sums staðar hefur þegar verið gert við veginn. Leysingar hafa viðsjárverðar afleiðingar í Borgarfirði.Aðsend mynd „Það var mikil rigning í Borgarfirði í gær og hitinn fór upp fyrir átta gráður við Hvanneyri og sennilega ekki alveg svona hlýtt inn til landsins. En þar húrraði snjórinn niður, eins og í Andakílnum, þar kom mikil leysing úr Skarðsheiðinni og fór í Andakílsá,“ segir Kristjana. Sjaldgæft er að Elliðaár flæði eins mikið yfir bakka sína og nú. Að sögn Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands má að hluta til rekja mikið flóðið til inngrips manna; nefnilega göngu- og hestabrúar, sem þrengir verulega að Bugðu. Áin var í dag komin alveg upp að brúargólfi. Manngerð brú þrengir að Bugðu.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Elliðaár flæða yfir bakka sína Mikið vatn er í Elliðaám þessa stundina og áin flæðir yfir bakka sína, meðal annars í Víðidal við Breiðholtsbraut. Við Norðlingaholt og Rauðhóla eru stór gróðurlendi á kafi. 27. mars 2022 13:46