Teitur Örn Einarsson var markahæstur Íslendinga í leiknum en hann skoraði 5 mörk úr 11 tilraunum. Arnar Freyr Arnarsson gerði 4 mörk úr 6 tilraunum á meðan að Alexander Petersson tókst ekki að skora úr einu marktilraun sinni í leiknum.
Flensburg heldur þriðja sæti deildarinnar og er nú komið upp í 37 stig, jafn mikið og Fuchse Berlin og 7 stigum á eftir toppliði Magdeburg. Melsungen er með 27 stig í sjötta sæti.