Missir heimaþjónustu á þriðjudag og hræðist að enda aftur á bráðamóttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 14:01 Hilmar Örn Kolbeins veit ekki hvort hann fái áfram heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Samningurinn rennur út á þriðjudag og hann hefur engin svör fengið frá borginni um hvort samningurinn verði framlengdur. Vísir/Egill Fjölfatlaður 45 ára karlmaður hræðist að lenda varanlega inni á bráðamóttöku um miðja viku þar sem þjónustusamningur borgarinnar við hann er við það að renna út. Hann segist hafa sent borginni ítrekaðar fyrirspurnir en fái ekki svör um hvort samningurinn verði framlengdur svo hann geti verið áfram heima. Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur. Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur.
Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira