Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 16:01 Sérfræðingar segja illa farið með unga rússneska hermenn í herþjálfuninni. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum og Jón Ólafsson prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddu málin á Sprengisandi í morgun. Þau segja fullkomlega ljóst að liðsandi innan Rússahers sé stórt vandamál. Fréttir hafa meðal annars borist af því að hermenn Rússa hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum. Busavígslan viðbjóðslegt form af ofbeldi Brynja Huld segir að svokölluð busavígsla hafi lengi tíðkast við móttöku nýliða í rússneska hernum. Aðferðunum sem Rússar beiti séu oft og tíðum grófar og til þess fallnar að grafa undan liðsanda. „Þessi busavígsla sem er í rauninni viðbjóðslegt form af ofbeldi, þar sem nýliðar í hernum eru beittir kynferðisofbeldi, þeim er haldið vakandi í lengri tíma, þeir eru pyntaðir og neyddir til að pynta og beita aðra ofbeldi. Það gerir það kannski að verkum að það sé ekki mikill liðsandi. Og almennt í herfræðunum þá er það oft það mikilvægasta í hvata herdeilda, [það] er tengingin milli eða samböndin milli einstaklinga. Þessi tilfinningatengsl og svona bolmagn milli herdeildanna er gífurlega mikill hvati. Og þessi hvati er eða tilfinningatengsl eru mjög löskuð. Ef þú ert með að þú ert með kannski 25% innan hersins sem hafa verið beittir hafa verið ofbeldi af öðrum í hernum,“ segir Brynja Huld. Rússneskir fjölmiðlar minnist ekki á unga hermenn Jón tekur í sama streng og segir að rekja megi busavígsluna til Sovétríkjanna. Hann voni þó að vígslan hafi skánað nú á síðari árum en það hafi verið mikið til umræðu í Rússlandi hve illa sé farið með þá sem þurfi að gegna herþjónustu. Mennirnir ungu komi gjarnan alveg bugaðir úr hernum jafnvel þótt þeir hafi ekki þurft að taka þátt í bardögum. „Í fjölmiðlum í Rússlandi er ekki talað um það að það séu ungir menn þarna. Þetta er séraðgerð samkvæmt þeim og það þýðir að það séu officerar í henni. En við sjáum það bara af þeim sem hafa verið sýndir fallnir eða teknir til fanga, þá eru tuttugu og fimm prósent örugglega nærri lagi,“ segir Jón. Hann segir að erfitt sé að ganga að því vísu að ungu mennirnir, sem margir fari tilneyddir í herinn vegna herkvaðningar, séu undirbúnir fyrir átökin. „Þá er ótrúlega auðvelt að spyrja, myndirðu fórna lífi þínu fyrir einhvern sem hefur beitt þig grófu ofbeldi og treystirðu þeim sem pynti þig til að bera hag þinn fyrir brjósti á vígvellinum? Og ég held að þetta spili ótrúlega mikið inn í móralinn hjá rússneska hernum,“ segir Brynja Huld. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sprengisandur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira