Fram kemur í tilkynningu frá Framsókn að gríðarleg stemning og jákvæðni hafi verið í loftinu í gærkvöldi þegar framboðslisti flokksins í Borgarbyggð var kynntur. Fundurinn hafi þá þakkað Finnboga Leifssyni sérstaklega fyrir hans starf síðustu áratugi með dynjandi lófataki en hann skipar nú heiðurssæti listans.
Hér að neðan má sjá listann í heild sinni:
- Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
- Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
- Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi
- Eva Margrét Jónudóttir, sérfræðingur hjá Matís
- Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
- Þórður Brynjarsson, búfræðinemi
- Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
- Weronika Sajdowska, kennari og þjónn
- Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu
- Þorsteinn Eyþórsson, eldir borgari
- Þórunn Unnur Birgisdóttir, lögfræðingur
- Erla Rúnarsdóttir, leikskólakennari
- Hafdís Lára Halldórsdóttir, nemi
- Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður
- Sonja Lind Eyglóardóttir, aðstoðarmaður þingflokks
- Orri Jónsson, verkfræðingur
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður
- Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi