Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2022 08:01 Ásbjörn Friðriksson í leik gegn erkifjendunum í Haukum. vísir/vilhelm Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta. „Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
„Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira