Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 18:17 Hulda Bjarkar íþróttakennari segir að frammistöðukvíði sé eðlilegur. Það skipti máli að láta börn yfirstíga hindranir, enda líði þeim betur fyrir vikið. Vísir/Vilhelm Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda. Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda.
Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent