Mátti ekki senda viðkvæmar upplýsingar um barn á aðra foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2022 14:01 Persónuvernd sektaði ekki ónafngreinda skólann. Vísir/Vilhelm Grunnskóla var óheimilt að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum um barn til foreldra tveggja annarra barna í skólanum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en tölvupóstsendingin varðaði eineltismál sem unnið var að hjá skólanum. Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna. Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna.
Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira