Sex ára fangelsi fyrir brot á þroskaskertum konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2022 07:01 Karlmaðurinn var meðal annars ákærður fyrir brot gegn þroskaskerti konu í bíl í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38