„Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 12:01 Það reynir mikið á Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, eftir sex tapleiki í röð í öllum keppnum þar af fimm deildartöp í röð. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni. Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira