Þjóðaratkvæði 14. maí 2022! Ole Anton Bieltvedt skrifar 25. mars 2022 07:30 Undirritaður dvaldi lengi erlendis, og fylgdist þá ekki gjörla með umræðunni og gangi mála hér. Eitt virðist þó ljóst, þegar ég skoða þessi mál, að stjórnmálaflokkar og leiðtogar landsins hafa lofað landsmönnum því, og það í bak og fyrir, að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi fara fram, fyrst, um það, hvort ljúka ætti þeim ESB aðildar samningaviðræðum, sem stofnað var til 2009, og hófust 2010, en enduðu án niðurstöðu í marz 2015, og, svo, þegar búið væri að semja og knýja fram beztu lausnir, yrði þjóðin aftur spurð um samningsniðurstöðuna, hvort af aðild skyldi verða, á þeim grunni, eður ei. Þó að við séum nú þegar 80-90% í ESB, í gegnum EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, er möguleg full og formleg aðild feykilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eiginn ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra - síðan fengjum við 6 þingmenn á Evrópuþingið, fulltrúa í öll ráð og allar nefndir sambandsins, og, það, sem mest er, í raun alveg afgerandi, við fengjum fullt neitunarvald til móts við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara sjö veigamiklu málaflokka: Skattlagning Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál Samskipti og samningar ESB við önnur ríki Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlega mikið áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki það. Það verður auðvitað aldrei. Varðandi allar helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var t.a.m. José Manuael Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og næstu fimm ár þar á eftir, frá 2014 til 2019, var Jean-Claude Juncker, frá Lúxumborg, annars minnsta aðildarríkissins, forseti ráðherraráðsins. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við engan aðgang til áhrifa eða valda, nema þó eitthvað í Schengen, engan í ESB, af því að við sitjum einfaldlega ekki við borðið. Án aðildar er okkur úthýst frá umræðum og ákvörðunartökum, en samt samþykktum við, að undirgangast reglugerðir og lög sambandsins, sem reyndar eru þó, Guði sé lof, flestar eða allar af hinu góða, án þess, að okkur leyfðist svo mikið hósti eða stuna. Ekki gæfuleg samningargjörð af okkar hálfu það, en úr því má og verður að bæta. Áður en lengra er haldið með það, er vert að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en nýlega var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá hinu smáríkinu í ESB, Möltu, kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Kjarni málsins hér og nú er þó þessi. Í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup kom fram, að 60% þeirra landsmanna, sem afstöðu tóku, eru hlyntir fullri aðild að ESB. Margir, sem verið höfðu tvístígandi, áttuðuðu sig loks á mikilvægi fullrar og órjúfandi samstöðu hinna vestrænu ríkja álfunnar, viðskiptalega, efnahagslega, menningarlega, siðferðislega og varnarlega, í ljósi árásarstríðs Pútíns á Úkraníu. Flestir skilja nú líka, að Evrópa verður í framtíðinni að geta staðið ein, óstudd og sterk á eigin fótum. Ekki verður til langframa á Bandaríkin treystandi, yfir Atlantsála, og þar gæti líka komið annar Trump, sem myndi ekki gefa mikið fyrir Evrópu. Þetta fólk skilur líka, að viðskiptalegur styrkur og slagkrafur mun í framtíðinni ekki verða þýðingarminni, en sá hernaðarlegi, og, að allt bendi til, að NATO muni renna inn í ESB, enda mest sömu ríkin í báðum ríkjasamböndum (fyrir utan Bandaríkin og Kanada). Auðvitað hugsa líka margir til þess, sem ég fjallaði um hér að ofan, að það er tími til kominn, að rödd okkar heyrist í Evrópu, líka til þess, að við fáum að fjalla um og velja okkar framtíðargjaldmiðil, en með upptöku Evrunnar, sem ekki getur gerzt, nema með eða eftir aðild, gætum við tryggt okkur fjárhagslegt og efnahagslegt öryggi, stöðugleika og lágmarksvexti, sem við höfum aldrei þekkt eða notið, en mál er komið til, að við fengjum að njóta, til jafns við aðra Evrópubúa. 14. maí nk. fara fram bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér. Það er tillaga undirritaðs, að jafnframt verði efnt til þjóðaratkvæðis um það, hvort samningaumleitunum um ESB-aðild, sem strönduðu í marz 2015, en voru komnar vel á veg, verði framhaldið og þeim lokið, sem fyrst og bezt, eða ekki. JÁ eða NEI til ESB-samningaumleitana og -loka. Ef þjóðin kýs áframhald óskuldbindandi samningaumleitana, en hún á réttinn til að kjósa um þetta margfaldlega inni hjá stjórnmálamönnum og leiðtogum landsins, og, ef niðurstaðar verður JÁ, sem vænta má, verður svo auðvitað önnur þjóðaratkvæðisgreiðsla um þau samningsdrög, sem út úr samningunum koma. Hér er auðvitað allt að vinna og engu að tapa, en mér finnst, að öllum góðum mönnum, sem annt er um frelsi og lýðræði í landinu, með forsætisráðherra í broddi fylkingar, ættu að taka saman höndum um að efna til og tryggja þjóðaratkvæði um áframhald ESB-samningaumleitana 14. maí 2022! Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Utanríkismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Evrópusambandið Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Undirritaður dvaldi lengi erlendis, og fylgdist þá ekki gjörla með umræðunni og gangi mála hér. Eitt virðist þó ljóst, þegar ég skoða þessi mál, að stjórnmálaflokkar og leiðtogar landsins hafa lofað landsmönnum því, og það í bak og fyrir, að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi fara fram, fyrst, um það, hvort ljúka ætti þeim ESB aðildar samningaviðræðum, sem stofnað var til 2009, og hófust 2010, en enduðu án niðurstöðu í marz 2015, og, svo, þegar búið væri að semja og knýja fram beztu lausnir, yrði þjóðin aftur spurð um samningsniðurstöðuna, hvort af aðild skyldi verða, á þeim grunni, eður ei. Þó að við séum nú þegar 80-90% í ESB, í gegnum EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, er möguleg full og formleg aðild feykilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eiginn ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra - síðan fengjum við 6 þingmenn á Evrópuþingið, fulltrúa í öll ráð og allar nefndir sambandsins, og, það, sem mest er, í raun alveg afgerandi, við fengjum fullt neitunarvald til móts við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara sjö veigamiklu málaflokka: Skattlagning Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál Samskipti og samningar ESB við önnur ríki Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlega mikið áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki það. Það verður auðvitað aldrei. Varðandi allar helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var t.a.m. José Manuael Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og næstu fimm ár þar á eftir, frá 2014 til 2019, var Jean-Claude Juncker, frá Lúxumborg, annars minnsta aðildarríkissins, forseti ráðherraráðsins. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við engan aðgang til áhrifa eða valda, nema þó eitthvað í Schengen, engan í ESB, af því að við sitjum einfaldlega ekki við borðið. Án aðildar er okkur úthýst frá umræðum og ákvörðunartökum, en samt samþykktum við, að undirgangast reglugerðir og lög sambandsins, sem reyndar eru þó, Guði sé lof, flestar eða allar af hinu góða, án þess, að okkur leyfðist svo mikið hósti eða stuna. Ekki gæfuleg samningargjörð af okkar hálfu það, en úr því má og verður að bæta. Áður en lengra er haldið með það, er vert að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en nýlega var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá hinu smáríkinu í ESB, Möltu, kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Kjarni málsins hér og nú er þó þessi. Í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup kom fram, að 60% þeirra landsmanna, sem afstöðu tóku, eru hlyntir fullri aðild að ESB. Margir, sem verið höfðu tvístígandi, áttuðuðu sig loks á mikilvægi fullrar og órjúfandi samstöðu hinna vestrænu ríkja álfunnar, viðskiptalega, efnahagslega, menningarlega, siðferðislega og varnarlega, í ljósi árásarstríðs Pútíns á Úkraníu. Flestir skilja nú líka, að Evrópa verður í framtíðinni að geta staðið ein, óstudd og sterk á eigin fótum. Ekki verður til langframa á Bandaríkin treystandi, yfir Atlantsála, og þar gæti líka komið annar Trump, sem myndi ekki gefa mikið fyrir Evrópu. Þetta fólk skilur líka, að viðskiptalegur styrkur og slagkrafur mun í framtíðinni ekki verða þýðingarminni, en sá hernaðarlegi, og, að allt bendi til, að NATO muni renna inn í ESB, enda mest sömu ríkin í báðum ríkjasamböndum (fyrir utan Bandaríkin og Kanada). Auðvitað hugsa líka margir til þess, sem ég fjallaði um hér að ofan, að það er tími til kominn, að rödd okkar heyrist í Evrópu, líka til þess, að við fáum að fjalla um og velja okkar framtíðargjaldmiðil, en með upptöku Evrunnar, sem ekki getur gerzt, nema með eða eftir aðild, gætum við tryggt okkur fjárhagslegt og efnahagslegt öryggi, stöðugleika og lágmarksvexti, sem við höfum aldrei þekkt eða notið, en mál er komið til, að við fengjum að njóta, til jafns við aðra Evrópubúa. 14. maí nk. fara fram bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér. Það er tillaga undirritaðs, að jafnframt verði efnt til þjóðaratkvæðis um það, hvort samningaumleitunum um ESB-aðild, sem strönduðu í marz 2015, en voru komnar vel á veg, verði framhaldið og þeim lokið, sem fyrst og bezt, eða ekki. JÁ eða NEI til ESB-samningaumleitana og -loka. Ef þjóðin kýs áframhald óskuldbindandi samningaumleitana, en hún á réttinn til að kjósa um þetta margfaldlega inni hjá stjórnmálamönnum og leiðtogum landsins, og, ef niðurstaðar verður JÁ, sem vænta má, verður svo auðvitað önnur þjóðaratkvæðisgreiðsla um þau samningsdrög, sem út úr samningunum koma. Hér er auðvitað allt að vinna og engu að tapa, en mér finnst, að öllum góðum mönnum, sem annt er um frelsi og lýðræði í landinu, með forsætisráðherra í broddi fylkingar, ættu að taka saman höndum um að efna til og tryggja þjóðaratkvæði um áframhald ESB-samningaumleitana 14. maí 2022! Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar