Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. mars 2022 21:01 Hin ónýttu herbergi á háskólasvæðinu munu nýtast flóttamönnunum vel. Þau hafa lítið verið notuð síðustu árin. vísir/sigurjón Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. Á Bifröst er allt í fullum gangi um þessar mundir við undirbúning við móttöku 150 flóttamanna frá Úkraínu. Von er á að þeir byrji að streyma til háskólaþorpsins í byrjun apríl og með því tvöfaldast í leiðinni fjöldi íbúa á Bifröst. „Það hafa náttúrulega verið mun fleiri íbúar á þessu svæði þannig að við förum kannski upp í þá tölu aftur sem verður virkilega gaman. En ég held að það sé gott að fá þau hingað. Það verður gott að halda utan um fólk og við getum hlúið vel að þeim,“ segir Halldóra Lóa Þórhallsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Halldóra Lóa segir íbúafjölda í kring um háskólann hafa rokkað upp og niður síðustu ár og áratugi. Bærinn kann því að taka á móti stórum hópum fólks í einu.vísir/sigurjón Háskólinn á Bifröst mun skaffa flóttamönnunum húsnæði og aðstoða þá við að koma sér fyrir. „Hérna ætlum við að taka á móti þeim, á þessu svæði. Og eins og þið sjáið þá er þetta náttúrulega bara svona lítið hverfi með aðstöðu fyrir barnafólk og leikskóli hérna rétt fyrir ofan,“ segir Halldóra Lóa. Eins og er eru um 70 herbergi og 17 íbúðir lausar á svæðinu sem eru í eigu háskólans. „Við erum að gera okkur klár fyrir þessa móttöku og aðallega finna út hvað við eigum af sængurfötum, sængum, Við þurfum að gera heilt eldhús klárt. Þannig það er heilmikið í gangi hjá okkur,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans. Margrét er spennt fyrir verkefninu og segir alla íbúa svæðisins tilbúna að aðstoða.vísir/sigurjón Dálítill hluti húsnæðisins er tómur og því biðlar háskólinn nú til fólks um að gefa hér húsgögn, borðbúnað og bara allt sem er hægt til að gera þetta heimilislegt. Nýtir rússneskuna Samfélagið virðist meira en tilbúið að taka á móti hópnum. „Til dæmis komu skiptinemarnir strax og sögðu við getum hjálpað, maður sem býr hérna og sagði heyrðu ég er vanur að kenna íslensku, enn annar kom og sagði ég tala rússnesku,“ segir Margrét. Þessi myndarlega læða elti okkur um allt háskólasvæðið og mun taka vel á móti úkraínska hópnum.vísir/sigurjón Við litum við hjá skiptinemum á svæðinu. Roberta kemur frá Litháen, og kann rússnesku. Hana tala flestir frá Úkraínu og því ætlar Roberta að aðstoða við öll samskipti við flóttamannahópinn. „Þau skilja rússnesku en ég mun veira meira en til í að reyna að læra smá úkraínsku í leiðinni ef ég get,“ segir Roberta. Roberta er frá Litháen en hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og kemur þaðan sem skiptinemi.vísir/sigurjón Hún segir alla skiptinemana boðna og búna við að aðstoða flóttamannahópinn. „Já, það erum við. Við erum bara lítill hópur skiptinema en allir sem ég hef hitt eru ótrúlega til í að aðstoða flóttamennina.“ Svona eru einstaklingsherbergin sem eru í boði hjá skólanum. Sex herbergi í einu húsi og sameiginleg eldunaraðstaða. Þegar fleiri sóttu staðnám við Bifröst dvöldu nemendur í þessum herbergjum.vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Á Bifröst er allt í fullum gangi um þessar mundir við undirbúning við móttöku 150 flóttamanna frá Úkraínu. Von er á að þeir byrji að streyma til háskólaþorpsins í byrjun apríl og með því tvöfaldast í leiðinni fjöldi íbúa á Bifröst. „Það hafa náttúrulega verið mun fleiri íbúar á þessu svæði þannig að við förum kannski upp í þá tölu aftur sem verður virkilega gaman. En ég held að það sé gott að fá þau hingað. Það verður gott að halda utan um fólk og við getum hlúið vel að þeim,“ segir Halldóra Lóa Þórhallsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. Halldóra Lóa segir íbúafjölda í kring um háskólann hafa rokkað upp og niður síðustu ár og áratugi. Bærinn kann því að taka á móti stórum hópum fólks í einu.vísir/sigurjón Háskólinn á Bifröst mun skaffa flóttamönnunum húsnæði og aðstoða þá við að koma sér fyrir. „Hérna ætlum við að taka á móti þeim, á þessu svæði. Og eins og þið sjáið þá er þetta náttúrulega bara svona lítið hverfi með aðstöðu fyrir barnafólk og leikskóli hérna rétt fyrir ofan,“ segir Halldóra Lóa. Eins og er eru um 70 herbergi og 17 íbúðir lausar á svæðinu sem eru í eigu háskólans. „Við erum að gera okkur klár fyrir þessa móttöku og aðallega finna út hvað við eigum af sængurfötum, sængum, Við þurfum að gera heilt eldhús klárt. Þannig það er heilmikið í gangi hjá okkur,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans. Margrét er spennt fyrir verkefninu og segir alla íbúa svæðisins tilbúna að aðstoða.vísir/sigurjón Dálítill hluti húsnæðisins er tómur og því biðlar háskólinn nú til fólks um að gefa hér húsgögn, borðbúnað og bara allt sem er hægt til að gera þetta heimilislegt. Nýtir rússneskuna Samfélagið virðist meira en tilbúið að taka á móti hópnum. „Til dæmis komu skiptinemarnir strax og sögðu við getum hjálpað, maður sem býr hérna og sagði heyrðu ég er vanur að kenna íslensku, enn annar kom og sagði ég tala rússnesku,“ segir Margrét. Þessi myndarlega læða elti okkur um allt háskólasvæðið og mun taka vel á móti úkraínska hópnum.vísir/sigurjón Við litum við hjá skiptinemum á svæðinu. Roberta kemur frá Litháen, og kann rússnesku. Hana tala flestir frá Úkraínu og því ætlar Roberta að aðstoða við öll samskipti við flóttamannahópinn. „Þau skilja rússnesku en ég mun veira meira en til í að reyna að læra smá úkraínsku í leiðinni ef ég get,“ segir Roberta. Roberta er frá Litháen en hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og kemur þaðan sem skiptinemi.vísir/sigurjón Hún segir alla skiptinemana boðna og búna við að aðstoða flóttamannahópinn. „Já, það erum við. Við erum bara lítill hópur skiptinema en allir sem ég hef hitt eru ótrúlega til í að aðstoða flóttamennina.“ Svona eru einstaklingsherbergin sem eru í boði hjá skólanum. Sex herbergi í einu húsi og sameiginleg eldunaraðstaða. Þegar fleiri sóttu staðnám við Bifröst dvöldu nemendur í þessum herbergjum.vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent