Eriksen veit ástæðuna Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:01 Christian Eriksen er byrjaður að spila fótbolta á nýjan leik eftir langt hlé vegna hjartastoppsins á EM síðasta sumar. Getty/James Williamson Christian Eriksen er mættur aftur í danska landsliðið, níu mánuðum eftir að hafa fengið hjartastopp og hnigið til jarðar í leik með liðinu gegn Finnlandi á EM í fótbolta. Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira