Ungt fólk skiptir máli Derek Terell Allen skrifar 24. mars 2022 10:31 Ungu fólki er oft sagt að við vitum ekki neitt, að við getum ekkert gert og að okkar álit sé einskis virði. Það að við höfum ferðast færri hringi í kringum sólina er oft notað sem leið til gera lítið úr okkar ábendingum og hugmyndum, óháð hvað þær eru góðar. Af þessum sökum hefur því miður dregist á langinn að taka aðgerðir gegn þrálátu loftslagskrísunni. Það er óásættanlegt að sitja á hakanum á meðan ástandi Jarðar hrakar ört. Ef ekki er tekið strax til aðgerða þá verða færri ferðir í kringum sólina fyrir okkur öll. Um er að ræða neyðarástand. Við getum ekki beðið til að sjá enn einn jökulinn bráðna eða enn eina á þorna upp. Stjórnvöld verða að taka til aðgerða og þau verða að taka til aðgerða strax. Kröfur okkar í Loftslagsverkfallinu eru eftirfarandi: Við krefjumst þess að stjórnvöld uppfæri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum tafarlaust til að ná fram raunverulegum og fullnægjandi samdrætti í losun. Við krefjumst þess að ungt fólk hafi rödd og vægi í ákvarðanatöku um loftslagsmál á öllum stjórnsýslustigum. Við krefjumst þess að stjórnvöld verji a.m.k. 4% af vergri landsframleiðslu í loftslagsaðgerðir og hætti niðurgreiðslum á ósjálfbærri starfsemi. Við förum fram á að tekið verði mark á okkur unga fólkinu, enda erum það við sem munum erfa afleiðingar loftslagsbreytinga. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð annars verður mannkynið hreinlega ekki til. Við hlökkum til að sjá ykkur öll á allsherjarverkfalli á Austurvelli kl. 16:00 á föstudaginn 25. mars! Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra stúdenta og skipuleggjandi Loftslagsverkfallsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Derek T. Allen Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ungu fólki er oft sagt að við vitum ekki neitt, að við getum ekkert gert og að okkar álit sé einskis virði. Það að við höfum ferðast færri hringi í kringum sólina er oft notað sem leið til gera lítið úr okkar ábendingum og hugmyndum, óháð hvað þær eru góðar. Af þessum sökum hefur því miður dregist á langinn að taka aðgerðir gegn þrálátu loftslagskrísunni. Það er óásættanlegt að sitja á hakanum á meðan ástandi Jarðar hrakar ört. Ef ekki er tekið strax til aðgerða þá verða færri ferðir í kringum sólina fyrir okkur öll. Um er að ræða neyðarástand. Við getum ekki beðið til að sjá enn einn jökulinn bráðna eða enn eina á þorna upp. Stjórnvöld verða að taka til aðgerða og þau verða að taka til aðgerða strax. Kröfur okkar í Loftslagsverkfallinu eru eftirfarandi: Við krefjumst þess að stjórnvöld uppfæri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum tafarlaust til að ná fram raunverulegum og fullnægjandi samdrætti í losun. Við krefjumst þess að ungt fólk hafi rödd og vægi í ákvarðanatöku um loftslagsmál á öllum stjórnsýslustigum. Við krefjumst þess að stjórnvöld verji a.m.k. 4% af vergri landsframleiðslu í loftslagsaðgerðir og hætti niðurgreiðslum á ósjálfbærri starfsemi. Við förum fram á að tekið verði mark á okkur unga fólkinu, enda erum það við sem munum erfa afleiðingar loftslagsbreytinga. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð annars verður mannkynið hreinlega ekki til. Við hlökkum til að sjá ykkur öll á allsherjarverkfalli á Austurvelli kl. 16:00 á föstudaginn 25. mars! Höfundur er forseti Landssamtaka Íslenskra stúdenta og skipuleggjandi Loftslagsverkfallsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar