Þrjú börn hafa flúið Úkraínu hingað án forráðamanns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. mars 2022 22:31 Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra. Þrjú börn frá Úkraínu eru í umsjón barnaverndarnefnda eftir að þau komu án forráðamanna til landsins. Eftirlit hefur verið aukið á landamærunum vegna aukinnar hættu á mansali með flóttafólk. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 377 einstaklingar frá landinu sótt um vernd hér á landi. Á næstu vikum er búist við 400 til 900 manns til viðbótar . Alþjóðlegaflóttamannastofnunin hefur uppfært áætlun sína um fjölda þeirra sem talin er að muni flýja átökin í fimm milljónir en áður var áætlað að hann yrði um fjórar milljónir. Samfara auknum flóttamannastraumi hafa komið upp tilfelli mansals aðalega í Póllandi þar sem 3,4 milljónir hafa þegar flúið til. „Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra „Það eru þegar óprúttnir aðilar eru sannarlega að nýta sér neyð þessa fólks.“ Jón Pétur segir mikilvægt að fólk viti af þessari hættu. „Við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart þessu þegar kemur að smygli á fólki og mansali. Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni,“ segir Jón Pétur. Hann segir að ekkert slíkt tilvik hafi komið upp hér enn sem komið er, en hins vegar séu þrjú börn í umsjón barnaverndarnefnda þar sem þau hafi komið hingað frá Úkraínu án forráðamanna. Eitt hafi komið á eigin vegum en hin tvö í fylgd með fullorðnum einstaklingum. „Barnaverndaryfirvöld í Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Hafnarfirði hafa komið að þeim málum og eru að hjálpa okkur að vinna í því,“ segir Jón Pétur. Málin séu í rannsókn. „Ef að eitthvað greinist sem er ólögmætt á bak við þetta þá stígur lögregla inn í það.“ Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Hafnarfjörður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 377 einstaklingar frá landinu sótt um vernd hér á landi. Á næstu vikum er búist við 400 til 900 manns til viðbótar . Alþjóðlegaflóttamannastofnunin hefur uppfært áætlun sína um fjölda þeirra sem talin er að muni flýja átökin í fimm milljónir en áður var áætlað að hann yrði um fjórar milljónir. Samfara auknum flóttamannastraumi hafa komið upp tilfelli mansals aðalega í Póllandi þar sem 3,4 milljónir hafa þegar flúið til. „Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra „Það eru þegar óprúttnir aðilar eru sannarlega að nýta sér neyð þessa fólks.“ Jón Pétur segir mikilvægt að fólk viti af þessari hættu. „Við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart þessu þegar kemur að smygli á fólki og mansali. Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni,“ segir Jón Pétur. Hann segir að ekkert slíkt tilvik hafi komið upp hér enn sem komið er, en hins vegar séu þrjú börn í umsjón barnaverndarnefnda þar sem þau hafi komið hingað frá Úkraínu án forráðamanna. Eitt hafi komið á eigin vegum en hin tvö í fylgd með fullorðnum einstaklingum. „Barnaverndaryfirvöld í Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Hafnarfirði hafa komið að þeim málum og eru að hjálpa okkur að vinna í því,“ segir Jón Pétur. Málin séu í rannsókn. „Ef að eitthvað greinist sem er ólögmætt á bak við þetta þá stígur lögregla inn í það.“
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Hafnarfjörður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01