Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 23-25 | Mikilvægur sigur Kópavogskvenna Einar Kárason skrifar 23. mars 2022 20:45 HK stúlkur tóku stigin tvö í Vestmannaeyjum. vísir ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. Gestirnir úr Kópavoginum voru í sjöunda sæti, búnar að spila tveimur leikjum meira en ÍBV. HK-stúlkur voru ívið sterkari í byrjun leiks og leiddu megnið af fyrri hálfleiknum en heimaliðið aldrei langt undan. Munurinn milli liðanna varð aldrei meiri en tvö mörk en stuttu fyrir hálfleik náði Eyjaliðið að jafna leikinn, 10-10. ÍBV komst þá yfir en á lokamínútu fyrri hálfleiks náði HK að jafna og ÍBV tapaði boltanum í næstu sókn. Gestirnir náðu ekki að nýta sér tækifærið en áður en fyrri þrjátíu mínútunum lauk náði ÍBV að koma boltanum í netið og komast yfir, 12-11. Síðari hálfleikurinn var framhald af þeim fyrri þar sem liðin skiptust á að koma boltanum í netið. HK varð fyrir áfalli þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni þrjátíu þegar Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fékk beint rautt spjald fyrir brot á Linu Cardell sem geystist upp völlinn. Þá var staðan 18-16 og ÍBV í sókn. Það voru hinsvegar gestirnir sem skoruðu næstu tvö mörkin og jöfnuðu leikinn, 18-18. Áfram var leikurinn hnífjafn og þegar um tíu mínútur voru eftir var staðan 19-19. HK-stúlkur komust tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir og ÍBV liðið, sem aldrei komst í takt, þurfti að spýta í lófana sem og þær gerðu. Þær jöfnuðu leikinn, 22-22, þegar rúmlega þrjár mínútur eftir lifðu leiks. Guðrún Erla Bjarnadóttir kom HK aftur yfir og Margrét Ýr Björnsdóttir í marki gestanna varði frá Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. Gestaliðið skoraði í næstu sókn og þær því tveimur mörkum yfir fyrir loka mínútu leiksins. Hrafnhildur Hanna minnkaði muninn úr víti en Leandra Salvamoster kláraði leikinn fyrir HK með frábæru marki úr horninu. Lokatölur því 23-25 fyrir gestina úr Kópavogi og ÍBV því tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa ekki tapað leik í deild á árinu 2022. Af hverju vann HK? Það var allt undir hjá gestunum í kvöld og stigin í boði gríðarlega mikilvæg ætla þær sér í úrslitakeppni. Það sást á spilamennsku liðsins að þær voru tilbúnar að skilja allt eftir á parketinu í Eyjum. Eyjaliðið hinsvegar átti alls ekki sinn besta dag og, þrátt fyrir ágætis markvörslu, var varnar- og sóknarleikur liðsins ekki sérstakur. Hverjar stóðu upp úr? Alls voru átta leikmenn sem skoruðu fjögur mörk í kvöld. Fjórar úr liði ÍBV og fimm frá HK. Markmenn beggja liða áttu ágætis dag. Erla Rós Sigmarsdóttir í marki ÍBV varði níu bolta en Margrét Ýr Björnsdóttir í marki HK klukkaði fjórtán talsins. Hvað gekk illa? Leikmönnum beggja liða brást bogalistin við mark andstæðinga sinna, trekk í trekk. HK geta líklega bætt þann þátt í sínum leik, rétt eins og ÍBV, en þær komu þó boltanum tvisvar sinnum oftar í netið en stórskyttur og lykilmenn Eyjaliðsins og fara því sáttar frá borði. Hvað gerist næst? Skemmtilegt er að segja frá því að liðin mætast aftur í Kórnum á laugardaginn næstkomandi. ÍBV gefst því tækifæri á að bæta upp fyrir leikinn í kvöld á meðan HK-stúlkur mæta fullar sjálfstraust í það verkefni. Sigurður Braga: Ömurlegt út í gegn Sigurður Bragason.vísir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var skiljanlega ekki sáttur með leik síns liðs í kvöld. „Þetta var mjög dapurt. Mjög lélegt. Engar afsakanir. Þetta var ömurlegur leikur. Það var miklu meira hjarta í liði HK og þrátt fyrir að markvarslan hjá okkur hafi verið fín þá erum við hræðilegar sóknarlega. Þetta var bara lélegt.“ Eyjaliðið úr takti „Ég er alveg sammála þér," sagði Sigurður spurður út í taktleysi á liðinu í kvöld. ,,Spennustigið var hátt og við náðum ekki upp neinum hraða. Þetta var fyrsti lélegi leikur okkar í langan tíma og við þurfum að skoða okkar mál.“ „Ég ber þennan leik ekki saman við Valsleikinn (sem tapaðist á undan). Það var allt annar leikur og var ágætis leikur í 45 mínútur en hann endaði illa. Þetta var ömurlegt út í gegn í kvöld, allan leikinn. Lykilleikmenn að klikka í dauðafærum og markmaður þeirra (Margrét Ýr) var eins og Niklas Landin (landsliðsmarkvörður karlaliðs Dana). Þetta var glatað hjá okkur öllum.“ „Við verðum að svara þessu. Við eigum HK aftur á laugardaginn. Sæti í úrslitakeppni er ekki tryggt og HK vissu það fyrir leik að þetta væri þeirra síðasta tækifæri. Þær sýndu það að þær vildu þetta meira. Þarna voru stelpur sem maður veit ekki hverjar eru sem eru að skjóta yfir landsliðskonur hjá okkur og hamra boltann í samskeytin. Við erum með skítinn í buxunum sóknarlega. Ég verð að fá að skoða upptökur og ég verð að taka eitthvað á mig, og ég geri það.“ Spilum á því sem gefur tækifæri til að vinna Arnar Gunnarsson er hann þjálfaði karlalið Fjölnis. Hann tók við HK undir lok febrúarmánaðar.vísir/eyþór „Þetta var mjög flott hjá stelpunum,“ sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari HK, eftir leik. „Þetta var hörkuleikur og við ákváðum það að berjast og selja okkur dýrt. Við höfum verið að vinna í að gera hlutina einfalt og það var þannig sóknarlega hjá okkur í kvöld. Við þurftum að halda töpuðum boltum í lágmarki sem við gerðum ekki í síðasta leik, enda fór hann illa. Það gekk í kvöld og þá erum við inni í leiknum og þetta féll okkar megin sem er gaman.“ „Varnarupplegg okkar tókst nokkuð vel og Margrét var frábær í markinu. Við spiluðum langar og, eflaust finnst þeim, leiðinlegar sóknir en það skilar færum. Maður verður að spila á því sem gefur manni tækifæri á að vinna.“ Stutt í næsta einvígi „…“Það verður eflaust sama baráttan," sagði Arnar varðandi leik HK og ÍBV næsta laugardag. ,,Þær koma til með að selja sig dýrt því þær telja sig örugglega að hafa átt að vinna þennan leik í kvöld. Þær vilja örugglega borga fyrir það en það er okkar að koma leikmönnum okkar niður á jörðina og sýna sömu frammistöðu og í kvöld.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. ÍBV HK Olís-deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. Gestirnir úr Kópavoginum voru í sjöunda sæti, búnar að spila tveimur leikjum meira en ÍBV. HK-stúlkur voru ívið sterkari í byrjun leiks og leiddu megnið af fyrri hálfleiknum en heimaliðið aldrei langt undan. Munurinn milli liðanna varð aldrei meiri en tvö mörk en stuttu fyrir hálfleik náði Eyjaliðið að jafna leikinn, 10-10. ÍBV komst þá yfir en á lokamínútu fyrri hálfleiks náði HK að jafna og ÍBV tapaði boltanum í næstu sókn. Gestirnir náðu ekki að nýta sér tækifærið en áður en fyrri þrjátíu mínútunum lauk náði ÍBV að koma boltanum í netið og komast yfir, 12-11. Síðari hálfleikurinn var framhald af þeim fyrri þar sem liðin skiptust á að koma boltanum í netið. HK varð fyrir áfalli þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni þrjátíu þegar Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fékk beint rautt spjald fyrir brot á Linu Cardell sem geystist upp völlinn. Þá var staðan 18-16 og ÍBV í sókn. Það voru hinsvegar gestirnir sem skoruðu næstu tvö mörkin og jöfnuðu leikinn, 18-18. Áfram var leikurinn hnífjafn og þegar um tíu mínútur voru eftir var staðan 19-19. HK-stúlkur komust tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir og ÍBV liðið, sem aldrei komst í takt, þurfti að spýta í lófana sem og þær gerðu. Þær jöfnuðu leikinn, 22-22, þegar rúmlega þrjár mínútur eftir lifðu leiks. Guðrún Erla Bjarnadóttir kom HK aftur yfir og Margrét Ýr Björnsdóttir í marki gestanna varði frá Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. Gestaliðið skoraði í næstu sókn og þær því tveimur mörkum yfir fyrir loka mínútu leiksins. Hrafnhildur Hanna minnkaði muninn úr víti en Leandra Salvamoster kláraði leikinn fyrir HK með frábæru marki úr horninu. Lokatölur því 23-25 fyrir gestina úr Kópavogi og ÍBV því tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa ekki tapað leik í deild á árinu 2022. Af hverju vann HK? Það var allt undir hjá gestunum í kvöld og stigin í boði gríðarlega mikilvæg ætla þær sér í úrslitakeppni. Það sást á spilamennsku liðsins að þær voru tilbúnar að skilja allt eftir á parketinu í Eyjum. Eyjaliðið hinsvegar átti alls ekki sinn besta dag og, þrátt fyrir ágætis markvörslu, var varnar- og sóknarleikur liðsins ekki sérstakur. Hverjar stóðu upp úr? Alls voru átta leikmenn sem skoruðu fjögur mörk í kvöld. Fjórar úr liði ÍBV og fimm frá HK. Markmenn beggja liða áttu ágætis dag. Erla Rós Sigmarsdóttir í marki ÍBV varði níu bolta en Margrét Ýr Björnsdóttir í marki HK klukkaði fjórtán talsins. Hvað gekk illa? Leikmönnum beggja liða brást bogalistin við mark andstæðinga sinna, trekk í trekk. HK geta líklega bætt þann þátt í sínum leik, rétt eins og ÍBV, en þær komu þó boltanum tvisvar sinnum oftar í netið en stórskyttur og lykilmenn Eyjaliðsins og fara því sáttar frá borði. Hvað gerist næst? Skemmtilegt er að segja frá því að liðin mætast aftur í Kórnum á laugardaginn næstkomandi. ÍBV gefst því tækifæri á að bæta upp fyrir leikinn í kvöld á meðan HK-stúlkur mæta fullar sjálfstraust í það verkefni. Sigurður Braga: Ömurlegt út í gegn Sigurður Bragason.vísir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var skiljanlega ekki sáttur með leik síns liðs í kvöld. „Þetta var mjög dapurt. Mjög lélegt. Engar afsakanir. Þetta var ömurlegur leikur. Það var miklu meira hjarta í liði HK og þrátt fyrir að markvarslan hjá okkur hafi verið fín þá erum við hræðilegar sóknarlega. Þetta var bara lélegt.“ Eyjaliðið úr takti „Ég er alveg sammála þér," sagði Sigurður spurður út í taktleysi á liðinu í kvöld. ,,Spennustigið var hátt og við náðum ekki upp neinum hraða. Þetta var fyrsti lélegi leikur okkar í langan tíma og við þurfum að skoða okkar mál.“ „Ég ber þennan leik ekki saman við Valsleikinn (sem tapaðist á undan). Það var allt annar leikur og var ágætis leikur í 45 mínútur en hann endaði illa. Þetta var ömurlegt út í gegn í kvöld, allan leikinn. Lykilleikmenn að klikka í dauðafærum og markmaður þeirra (Margrét Ýr) var eins og Niklas Landin (landsliðsmarkvörður karlaliðs Dana). Þetta var glatað hjá okkur öllum.“ „Við verðum að svara þessu. Við eigum HK aftur á laugardaginn. Sæti í úrslitakeppni er ekki tryggt og HK vissu það fyrir leik að þetta væri þeirra síðasta tækifæri. Þær sýndu það að þær vildu þetta meira. Þarna voru stelpur sem maður veit ekki hverjar eru sem eru að skjóta yfir landsliðskonur hjá okkur og hamra boltann í samskeytin. Við erum með skítinn í buxunum sóknarlega. Ég verð að fá að skoða upptökur og ég verð að taka eitthvað á mig, og ég geri það.“ Spilum á því sem gefur tækifæri til að vinna Arnar Gunnarsson er hann þjálfaði karlalið Fjölnis. Hann tók við HK undir lok febrúarmánaðar.vísir/eyþór „Þetta var mjög flott hjá stelpunum,“ sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari HK, eftir leik. „Þetta var hörkuleikur og við ákváðum það að berjast og selja okkur dýrt. Við höfum verið að vinna í að gera hlutina einfalt og það var þannig sóknarlega hjá okkur í kvöld. Við þurftum að halda töpuðum boltum í lágmarki sem við gerðum ekki í síðasta leik, enda fór hann illa. Það gekk í kvöld og þá erum við inni í leiknum og þetta féll okkar megin sem er gaman.“ „Varnarupplegg okkar tókst nokkuð vel og Margrét var frábær í markinu. Við spiluðum langar og, eflaust finnst þeim, leiðinlegar sóknir en það skilar færum. Maður verður að spila á því sem gefur manni tækifæri á að vinna.“ Stutt í næsta einvígi „…“Það verður eflaust sama baráttan," sagði Arnar varðandi leik HK og ÍBV næsta laugardag. ,,Þær koma til með að selja sig dýrt því þær telja sig örugglega að hafa átt að vinna þennan leik í kvöld. Þær vilja örugglega borga fyrir það en það er okkar að koma leikmönnum okkar niður á jörðina og sýna sömu frammistöðu og í kvöld.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
ÍBV HK Olís-deild kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira