Aldís og Guðrún eru lambadrottningarnar í Skarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2022 21:15 Anna Sigríður í Skarði með lambadrottningarnar, systurnar Aldísi og Guðrúnu, sem komu í heiminn sunnudaginn 20. mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gimbrarnar Aldís og Guðrún eru lambadrottningar á bænum Skarði í Landsveit en þær komu í heiminn í gær þegar það var vorjafndægur. Skarð er stærsta fjárbú á Suðurlandi með um ellefu hundruð fjár. Um átján hundruð og fimmtíu lömb munu fæðast á bænum í vor. Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði var að rýja á fullum krafti í gær, ásamt félaga sínum frá Næfurholti. Það tekur fjóra daga að rýja allar kindurnar á bænum. Sauðburðurinn á ekki að byrja alveg strax en ærin Hilda var eitthvað að drífa sig og hafði borið tveimur lömbum í gærmorgun þegar fjölskyldan í Skarði kom út í fjárhús. Heimasætunni á bænum þykir nú ekki leiðinlegt að vera búin að fá lömb en hún á nokkrar kindur í fjárhúsinu. „Já, þær heita Sandra og Anna Hildur og svo á ég þrjár forystuær en þær heita Kanna, Panna og Skeið,“ segir Anna Sigríður Erlendsdóttir, 9 ár í Skarði. Hún er harðákveðin að verða bóndi þegar hún verðu stór. „Já, sauðfjárbóndi,“ segir hún án þess að hika. Aldís að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 1100 fjár eru í Skarði en búið er það stærsta á Suðurlandi þegar sauðfé er annars vegar. Reiknað er með að um 1850 lömb fæðist í fjárhúsinu í vor en búið er að sónarskoða ærnar og telja í þeim. Bændurnir í Skarði eru þau Guðlaug Berglindi Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson. Börnin þeirra eru Sumarliði 15 ára, Helga Fjóla er 12 ára og Anna Sigríður 9 ára eins og áður segir. Anna Sigríður er alveg ákveðin í að vera sauðfjárbóndi þegar hún verður fullorðin og verður farin að búa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði var að rýja á fullum krafti í gær, ásamt félaga sínum frá Næfurholti. Það tekur fjóra daga að rýja allar kindurnar á bænum. Sauðburðurinn á ekki að byrja alveg strax en ærin Hilda var eitthvað að drífa sig og hafði borið tveimur lömbum í gærmorgun þegar fjölskyldan í Skarði kom út í fjárhús. Heimasætunni á bænum þykir nú ekki leiðinlegt að vera búin að fá lömb en hún á nokkrar kindur í fjárhúsinu. „Já, þær heita Sandra og Anna Hildur og svo á ég þrjár forystuær en þær heita Kanna, Panna og Skeið,“ segir Anna Sigríður Erlendsdóttir, 9 ár í Skarði. Hún er harðákveðin að verða bóndi þegar hún verðu stór. „Já, sauðfjárbóndi,“ segir hún án þess að hika. Aldís að fá sér að drekka hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 1100 fjár eru í Skarði en búið er það stærsta á Suðurlandi þegar sauðfé er annars vegar. Reiknað er með að um 1850 lömb fæðist í fjárhúsinu í vor en búið er að sónarskoða ærnar og telja í þeim. Bændurnir í Skarði eru þau Guðlaug Berglindi Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson. Börnin þeirra eru Sumarliði 15 ára, Helga Fjóla er 12 ára og Anna Sigríður 9 ára eins og áður segir. Anna Sigríður er alveg ákveðin í að vera sauðfjárbóndi þegar hún verður fullorðin og verður farin að búa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira