„Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 17:00 Duplantis-feðgarnir föðmuðust eftir að heimsmetið féll í Belgrad í gær. Getty7Michael Steele Armand Duplantis hélt áfram að heilla frjálsíþróttaheiminn um helgina með nýju heimsmeti í stangarstökki, og nú í fyrsta sinn fyrir framan föður sinn, Greg. Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira