„Langar mest að gráta“ Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2022 11:15 Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata sýnist sem svo að það sé orðin einhvers konar leikjafræði stjórnarliða að drepa mál um afglæpavæðingu til að halda samstarfinu huggulegu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. „Ég kann ekki að setja í orð vonbrigði mín en langar mest að fara að gráta,“ segir Halldóra en hún segir þetta án skýringa. Þetta hafi komið fram í morgun þegar þingmenn fengu í hendur uppfærða þingmálaskrá en þar kemur fram áætlun ráðherra um hvaða mál þeir ætla að leggja fram. Málið svæft í nefnd „Þar kemur fram að búið er að fella málið niður,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Þetta séu gríðarleg vonbrigði. Hún segist vera með sitt mál í heilbrigðisnefnd til umfjöllunar og búið er að fá inn fyrstu gesti. Halldóra Mogensen reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum en nú er komið á daginn að mál um afglæpavæðingu fíkniefna verði ekki lagt fram á þessu þingi.vísir/vilhelm „En það er svo auðvelt fyrir stjórnarliða að neita að afgreiða okkar mál, Pírata, með þeim rökum að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp,“ segir Halldóra sem er farin að þekkja það ferli, of vel. Eða er ekki bara verið að drepa málið? „Jahhh, þetta hefur gerst áður, líka þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Þau létu málið sofna inni í nefnd. Ég barðist fyrir því að fá málið út úr nefndinni en það var ekki áhugi fyrir því að fá málið þaðan þó klárlega væri búið að taka það til meðferðar í nefndinni.“ Leikjafræði til að drepa málið Halldóra segir að meirihlutinn hafi þannig drepið fullt af sínum eigin málum og þetta hafi verið eitt þeirra. En er þetta ekki bara leikjafræði, að drepa með þessum hætti mál sem umdeild eru meðal stjórnarliða? „Ég er farin að hallast að því. Ég er alltaf bjartsýn og vildi halda í trúna að Svandís hafi raunverulega ætlað að afla málinu stuðnings og klára það. Þá hafði ég bundið vonir við að Willum Þór myndi taka þetta mál í sínar hendur og klára það fyrir alvöru. En svo gerist þetta og þá er maður farin að halda að þetta sé einhver leikjafræði, því miður.“ Halldóra segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvar andstaðan við málið liggi, hvar fiskur sé undir steini en skoðanakannanir hafi sýnt að um 60 prósent þjóðarinnar eru á því að gera breytingar enda liggi fyrir að núverandi stefna sé stórskaðleg. Alþingi Fíkn Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
„Ég kann ekki að setja í orð vonbrigði mín en langar mest að fara að gráta,“ segir Halldóra en hún segir þetta án skýringa. Þetta hafi komið fram í morgun þegar þingmenn fengu í hendur uppfærða þingmálaskrá en þar kemur fram áætlun ráðherra um hvaða mál þeir ætla að leggja fram. Málið svæft í nefnd „Þar kemur fram að búið er að fella málið niður,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Þetta séu gríðarleg vonbrigði. Hún segist vera með sitt mál í heilbrigðisnefnd til umfjöllunar og búið er að fá inn fyrstu gesti. Halldóra Mogensen reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum en nú er komið á daginn að mál um afglæpavæðingu fíkniefna verði ekki lagt fram á þessu þingi.vísir/vilhelm „En það er svo auðvelt fyrir stjórnarliða að neita að afgreiða okkar mál, Pírata, með þeim rökum að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp,“ segir Halldóra sem er farin að þekkja það ferli, of vel. Eða er ekki bara verið að drepa málið? „Jahhh, þetta hefur gerst áður, líka þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Þau létu málið sofna inni í nefnd. Ég barðist fyrir því að fá málið út úr nefndinni en það var ekki áhugi fyrir því að fá málið þaðan þó klárlega væri búið að taka það til meðferðar í nefndinni.“ Leikjafræði til að drepa málið Halldóra segir að meirihlutinn hafi þannig drepið fullt af sínum eigin málum og þetta hafi verið eitt þeirra. En er þetta ekki bara leikjafræði, að drepa með þessum hætti mál sem umdeild eru meðal stjórnarliða? „Ég er farin að hallast að því. Ég er alltaf bjartsýn og vildi halda í trúna að Svandís hafi raunverulega ætlað að afla málinu stuðnings og klára það. Þá hafði ég bundið vonir við að Willum Þór myndi taka þetta mál í sínar hendur og klára það fyrir alvöru. En svo gerist þetta og þá er maður farin að halda að þetta sé einhver leikjafræði, því miður.“ Halldóra segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvar andstaðan við málið liggi, hvar fiskur sé undir steini en skoðanakannanir hafi sýnt að um 60 prósent þjóðarinnar eru á því að gera breytingar enda liggi fyrir að núverandi stefna sé stórskaðleg.
Alþingi Fíkn Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09