Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2022 14:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að komi til aðgerða vegna verðbólguþróunnar muni þær beinast að tekjulægstu heimilum landsins. Fari bensínverð í hæstu hæðir sé þó ekki útilokað að stjórnvöld grípi inn í. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á eldsneyti en í síðustu viku fór verð á bensínlítranum upp í um og yfir 300 krónur. Hinir ýmsu stigu fram og hvöttu stjórnvöld til að lækka álögur á bensín tímabundið til að koma í veg fyrir verðbólguskot þar á meðal Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hvatti enn á ný stjórnvöld í vikunni en heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði þó aðeins í þessari viku. Þá hafa ýmsar hrávörur hækkað mikið undanfarnar vikur vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í nýrri verðbólguspá Landsbankans kemur fram að búist sé við 6,8% verðbólgu í þessum mánuði og hækkun um 1% milli mánaða. Mikil óvissa sé um þróun olíuverðs, fasteignaverðs og gengi krónunnar. Þá hafi verðbólga í helstu viðskiptalöndum í sumum tilfellum ekki verið hærri í nokkra áratugi. Það muni skila sér hingað til lands í meiri verðbólgu á innfluttum vörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fyrst og fremst sé horft til sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópanna nú vegna verðbólguþróunarinnar. „Ríkisstjórnin hefur rætt um mögulegar aðgerðir vegna verðbólgu en við erum ekki komin með mótaðar tillögur í því efni. Verðbólgan mun alltaf fyrst bitna á tekjulægstu heimilunum. Þess vegna er ég frekar þeirrar skoðunar að við kæmum fyrst með sérsniðnar lausnir fyrir þau heimili ef við kæmum með einhvers konar aðgerðir. Ef við færum í þá almennu aðgerð að slá niður álögur á eldsneyti þá væri það tiltölulega dýrt og myndi ekki ná til þeirra sem hafa minnst milli handanna heldur myndi hún fara þvert yfir samfélagið og við værum að kosta miklu til,“ segir hann. Haldi eldsneytisverð áfram að hækka mikið útilokar Bjarni þó ekki inngrip. „Á þessari stundu er ekki að koma fram tillaga um að draga úr álögum á eldsneyti en það kann að vera að ef mál þróast á versta veg að eitthvað slíkt kæmi til álita síðar,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Neytendur Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á eldsneyti en í síðustu viku fór verð á bensínlítranum upp í um og yfir 300 krónur. Hinir ýmsu stigu fram og hvöttu stjórnvöld til að lækka álögur á bensín tímabundið til að koma í veg fyrir verðbólguskot þar á meðal Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið hvatti enn á ný stjórnvöld í vikunni en heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkaði þó aðeins í þessari viku. Þá hafa ýmsar hrávörur hækkað mikið undanfarnar vikur vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í nýrri verðbólguspá Landsbankans kemur fram að búist sé við 6,8% verðbólgu í þessum mánuði og hækkun um 1% milli mánaða. Mikil óvissa sé um þróun olíuverðs, fasteignaverðs og gengi krónunnar. Þá hafi verðbólga í helstu viðskiptalöndum í sumum tilfellum ekki verið hærri í nokkra áratugi. Það muni skila sér hingað til lands í meiri verðbólgu á innfluttum vörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fyrst og fremst sé horft til sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópanna nú vegna verðbólguþróunarinnar. „Ríkisstjórnin hefur rætt um mögulegar aðgerðir vegna verðbólgu en við erum ekki komin með mótaðar tillögur í því efni. Verðbólgan mun alltaf fyrst bitna á tekjulægstu heimilunum. Þess vegna er ég frekar þeirrar skoðunar að við kæmum fyrst með sérsniðnar lausnir fyrir þau heimili ef við kæmum með einhvers konar aðgerðir. Ef við færum í þá almennu aðgerð að slá niður álögur á eldsneyti þá væri það tiltölulega dýrt og myndi ekki ná til þeirra sem hafa minnst milli handanna heldur myndi hún fara þvert yfir samfélagið og við værum að kosta miklu til,“ segir hann. Haldi eldsneytisverð áfram að hækka mikið útilokar Bjarni þó ekki inngrip. „Á þessari stundu er ekki að koma fram tillaga um að draga úr álögum á eldsneyti en það kann að vera að ef mál þróast á versta veg að eitthvað slíkt kæmi til álita síðar,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Neytendur Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Búist við innfluttri og innlendri verðbólgu: Skorað á ríkið að minnka álögur Félag íslenskra bifreiðaeigenda hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Íra og lækka álögur á eldsneyti vegna gríðarlegra hækkana síðustu daga. Slíkar lækkanir hafa ekki verið sérstaklega ræddar í fjármálaráðuneytinu. Bent er á að Íslendingar séu lánsamir að þurfa ekki að kynda með eldsneyti. 9. mars 2022 21:00