Er Roman Abramovich portúgalskur gyðingur? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. mars 2022 16:31 Roman Abramovich Matt Dunham/AP Photo Portúgölsk stjórnvöld rannsaka hvernig á því stendur að rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í fyrra. Rabbíni gyðinga í Porto hefur verið handtekinn vegna málsins. Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels. Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels.
Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira