Skoðun

Ragnhildur Alda í fyrsta sæti

Guðfinna Helgadóttir skrifar

Ég var mjög ánægð þegar ég las grein í Morgunblaðinu laugardaginn 26. feb. sl. eftir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttir. Ég sagði upphátt „loksins“ Loksins kemur fram frambærilegur frambjóðandi í forystusæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 

Ástæða þess að ég sagði „loksins“ er stefnumál hennar sem eru löngu tímabær. Þau eru m.a.:

1. Leyfum borginni að stækka og nýjum hverfum að byggjast upp þar sem lóðir eru ódýrari. Í viðtali í Reykjavík síðdegis 2. mars sl. nefnir hún meðal annars Kjalarnes. Kjalarnes er góður kostur og hef ég ekki heyrt marga borgarfulltrúa nefna Kjalarnes sem sameinaðist Reykjavík í júní 1998. Í upptalningu Reykjavíkurborgar árið 1988 um ávinning Reykjavíkur við að sameinast Kjalarnesi segir m.a.:“ Aðgangur að nægilegu byggingarsvæði um langa framtíð“ . Kjalarnes er byggingasvæði sem ekki hefur verið mikið nýtt hingað til. Ragnhildur Alda veit um möguleikana og vill nýta þá.

2. Leggja áherslu á umferðarmannvirki sem þjóna öllum tegundum samgangna. Hætta sérstakri baráttu gegn akandi fólki. Það var mikið að einhver kom hreint fram og gagnrýnir núverandi borgarstjórn fyrir baráttu hennar gegn fjölskyldubílnum og hindrunum á eðlilegu viðhaldi samgöngumannvirkja og vilja þeirra til að stýra því hvernig fólk ferðast.

3. Hún vill leysa umferðarteppu í Reykjavík, sem ekki veitir af, með því að nútímavæða umferðina. Hún bendir á lausn sem er „snjall umferðastýringarljós“ sem fjarlægja óþarfa tafir í umferðinni. Frábær hugmynd sem allir ættu að kynna sér.

Ragnhildur Alda er með margar aðrar ferskar og góðar hugmyndir sem koma reykvíkingum og Reykjavíkurborg vel. Hvet alla til að kynna sér þær.

Kjósum Ragnhildi Öldu í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 18. og 19. mars n.k.

Höfundur er viðskiptafræðingur og M.ACC




Skoðun

Sjá meira


×