Sértrúarhópar Halldór Nikulás Lár skrifar 18. mars 2022 15:02 Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun