Hver á að gæta varðanna? Indriði Stefánsson skrifar 18. mars 2022 07:00 Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Áhrif nýrra kosningalaga Því voru það mikil vonbrigði og nokkuð áfall þegar lögreglan felldi niður kæru Karls Gauta Hjaltasonar gegn Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sem varðaði meðal annars brot á meðferð kjörgagna. Þetta var gert eftir að lögreglan hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að brot hafi verið framin og boðið meðlimum kjörstjórnar að greiða sekt. Ekki vegna vafa um að brotið hafi verið framið heldur vegna þess að í millitíðinni hafi tekið gildi ný lög. Skert traust almennings Það er erfitt að skilja hvernig lögreglan kemst að þessari niðurstöðu. Kæran varðaði kosningar til Alþingis og nauðsynlegt að tryggja að rétt hafi verið staðið að talningu. Þó ný lög hafi tekið gildi er skýrt að þau lög giltu ekki um síðustu kosningar. Enn fremur heldur lögreglan því fram að í nýju lögunum sé ekki jafn skýrt að innsigla eigi kjörgögn að talningu lokinni. Þetta er furðuleg niðurstaða því ætlunin er að ráðherra geri því grein í reglugerð. Sú reglugerð hefur ekki verið sett og ef ætlun lögreglustjórans væri að miða við nýju lögin, þyrfti niðurfellingin að bíða þess að reglugerðin hafi verið sett. Ljóst er að í báðum lögunum er gert ráð fyrir að það varði í það minnsta sektum að haga framkvæmd vísvitandi gegn lögunum. Þess fyrir utan er ljóst að þegar kæra Karls Gauta er lögð fram giltu fyrri lögin ennþá. Heilindi kosninga Framkvæmd kosninga þarf að vera hafin yfir vafa og sé leitað til lögreglu er brýnt að rétt sé brugðist við. Tiltrú almennings á kosningum er verulega skert í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað að lokinni talningu í Norðvestur. Nú er viðbúið að sú tiltrú skerðist enn frekar sem og traust og sátt um störf lögreglunnar. Það er óþægilegt að upplifa að lögreglan bregðist í þessu máli og að embættismenn við kosningar sleppi með að hafa vísvitandi og upplýst farið gegn kosningalögum. Yfirheyrslur yfir blaðamönnum Nýlega rannsakaði annað lögregluembætti þátt blaðamanna í broti sem átti að hafa varðað friðhelgi einkalífsins, á grundvelli ákvæðis sem skýrt er að gildi ekki um blaðamenn. Það var gert án þess að nein raunveruleg merki væru um að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífsins. Hér var því ekki sama virðing fyrir málefninu og, þrátt fyrir að engar líkur væru á sakfellingu, fengu blaðamenn réttarstöðu sakbornings. Sú framkvæmd var úrskurðuð ólögleg eins og er vel þekkt og bíður nú niðurstöðu Landsréttar án þess að nokkur merki séu um að einhver innan stjórnkerfisins ætli að axla ábyrgð á framkvæmdinni. Ósamræmi milli embætta Hér er hrópandi ósamræmi í meðferð lögreglunnar á sakborningum. Annars vegar embættismenn við kosningar og hins vegar blaðamenn sem fjölluðu um alvarleg brot stórfyrirtækis. Í ljósi þessa ósamræmis er furðulegt til þess að hugsa að nú er í samráðsgátt frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem lögreglu eru gefnar heimildir til þess að að ganga á grundvallarréttindi borgarana um friðhelgi einkalífs, á matskenndum forsendum einum, sem vill svo til að er sama brot og blaðamönnunum var gefið að sök að hafa framið og auknar heimildir til valdbeitingar. Áður en við förum í að veita lögreglu auknar heimildir til valdbeitingar og að ganga á grundvallarmannréttindi borgarana skulum við byrja á að endurreisa traust almennings á lögreglunni. Á meðan við höfum slæm dæmi um það að lögreglan hundsi skýr lagafyrirmæli ætti ekki að koma til greina að leyfa henni að á grundvelli matskenndra forsenda að brjóta á friðhelgi einkalífs almennings. Við verðum að tryggja það að öll séu jöfn fyrir lögum, hvort sem um ræðir blaða- eða embættismenn. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Lögreglan Indriði Stefánsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á Íslandi sinnir lögreglan því hlutverki að tryggja lög og reglu. Til að hún geti sinnt þessu hlutverki fær hún miklar heimildir meðal annars til valdbeitingar, rannsóknar mála og svo mætti lengi telja. Fyrir vikið er mikilvægt að um störf lögreglunnar ríki bæði traust og sátt og hún ræki störf sín af ábyrgð og kostgæfni. Áhrif nýrra kosningalaga Því voru það mikil vonbrigði og nokkuð áfall þegar lögreglan felldi niður kæru Karls Gauta Hjaltasonar gegn Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sem varðaði meðal annars brot á meðferð kjörgagna. Þetta var gert eftir að lögreglan hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að brot hafi verið framin og boðið meðlimum kjörstjórnar að greiða sekt. Ekki vegna vafa um að brotið hafi verið framið heldur vegna þess að í millitíðinni hafi tekið gildi ný lög. Skert traust almennings Það er erfitt að skilja hvernig lögreglan kemst að þessari niðurstöðu. Kæran varðaði kosningar til Alþingis og nauðsynlegt að tryggja að rétt hafi verið staðið að talningu. Þó ný lög hafi tekið gildi er skýrt að þau lög giltu ekki um síðustu kosningar. Enn fremur heldur lögreglan því fram að í nýju lögunum sé ekki jafn skýrt að innsigla eigi kjörgögn að talningu lokinni. Þetta er furðuleg niðurstaða því ætlunin er að ráðherra geri því grein í reglugerð. Sú reglugerð hefur ekki verið sett og ef ætlun lögreglustjórans væri að miða við nýju lögin, þyrfti niðurfellingin að bíða þess að reglugerðin hafi verið sett. Ljóst er að í báðum lögunum er gert ráð fyrir að það varði í það minnsta sektum að haga framkvæmd vísvitandi gegn lögunum. Þess fyrir utan er ljóst að þegar kæra Karls Gauta er lögð fram giltu fyrri lögin ennþá. Heilindi kosninga Framkvæmd kosninga þarf að vera hafin yfir vafa og sé leitað til lögreglu er brýnt að rétt sé brugðist við. Tiltrú almennings á kosningum er verulega skert í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað að lokinni talningu í Norðvestur. Nú er viðbúið að sú tiltrú skerðist enn frekar sem og traust og sátt um störf lögreglunnar. Það er óþægilegt að upplifa að lögreglan bregðist í þessu máli og að embættismenn við kosningar sleppi með að hafa vísvitandi og upplýst farið gegn kosningalögum. Yfirheyrslur yfir blaðamönnum Nýlega rannsakaði annað lögregluembætti þátt blaðamanna í broti sem átti að hafa varðað friðhelgi einkalífsins, á grundvelli ákvæðis sem skýrt er að gildi ekki um blaðamenn. Það var gert án þess að nein raunveruleg merki væru um að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífsins. Hér var því ekki sama virðing fyrir málefninu og, þrátt fyrir að engar líkur væru á sakfellingu, fengu blaðamenn réttarstöðu sakbornings. Sú framkvæmd var úrskurðuð ólögleg eins og er vel þekkt og bíður nú niðurstöðu Landsréttar án þess að nokkur merki séu um að einhver innan stjórnkerfisins ætli að axla ábyrgð á framkvæmdinni. Ósamræmi milli embætta Hér er hrópandi ósamræmi í meðferð lögreglunnar á sakborningum. Annars vegar embættismenn við kosningar og hins vegar blaðamenn sem fjölluðu um alvarleg brot stórfyrirtækis. Í ljósi þessa ósamræmis er furðulegt til þess að hugsa að nú er í samráðsgátt frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem lögreglu eru gefnar heimildir til þess að að ganga á grundvallarréttindi borgarana um friðhelgi einkalífs, á matskenndum forsendum einum, sem vill svo til að er sama brot og blaðamönnunum var gefið að sök að hafa framið og auknar heimildir til valdbeitingar. Áður en við förum í að veita lögreglu auknar heimildir til valdbeitingar og að ganga á grundvallarmannréttindi borgarana skulum við byrja á að endurreisa traust almennings á lögreglunni. Á meðan við höfum slæm dæmi um það að lögreglan hundsi skýr lagafyrirmæli ætti ekki að koma til greina að leyfa henni að á grundvelli matskenndra forsenda að brjóta á friðhelgi einkalífs almennings. Við verðum að tryggja það að öll séu jöfn fyrir lögum, hvort sem um ræðir blaða- eða embættismenn. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun