„Liðið hefur þroskast gríðarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 15:33 Guðmundur Guðmundsson er með íslenska landsliðshópinn í æfingabúðum á Íslandi þessa dagana. Í næsta mánuði spilar liðið umspilsleiki um sæti á HM, gegn sigurliðinu úr einvígi Austurríkis og Eistlands. Stöð 2 Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar. Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“ HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“
HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira