Fólk geti verið með Covid þótt það fái neikvætt úr hraðprófi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 15:02 Hraðpróf eru nú aðallega notuð til að greina smit. Vísir/Vilhelm Enn er nokkur fjöldi fólks að greinast smitað af kórónuveirunni. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk ekki geta gengið að því vísu að það sé ekki með veiruna þó það fái neikvætt úr hraðprófi. Þeir sem greinast með veiruna og vilja gæta fyllstu varúðar ættu að halda sig til hlés allt að í tíu daga en fólk ætti að vera nokkuð öruggt eftir fimm. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa tæplega 170 þúsund smit greinst hér á landi en frá því að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt í lok febrúar hafa flest smit verið greind með hraðprófum. Nákvæmnin er minni með þeim prófum heldur en PCR og því mögulegt að fólk fái falska neikvæða niðurstöðu, sérstaklega ef sýnið er tekið snemma í veikindunum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki vera með nákvæmar tölur um slíkt en að hann hafi orðið var við það. „Við tökum eftir því að fólk er stundum að taka heimapróf á hverjum degi og greinir sig sjálft síðan ekki fyrr en á öðrum, þriðja eða fjórða degi,“ segir Óskar. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það sé kannski meira af veirunni í fólki þegar sýkingin er aðeins komin í gang og þess vegna er auðveldara að greina það,“ segir hann enn fremur. „Það er ekki endilega víst að maður sé ekki með Covid þó að prufa á fyrsta kvefdeginum er neikvæð.“ Aðspurður um hvort fólk ætti mögulega að bíða með að mæta í sýnatöku í einhvern tíma eftir að fyrstu einkenna verður vart segir Óskar að engin slík tilmæli hafi verið gefin út. „En það eru þó nokkuð margir sem eru að taka próf á hverjum degi en greinast ekki fyrr en á öðrum eða þriðja degi. Þú þarft ekki endilega að drífa þig,“ segir Óskar þó. Nánast alveg öruggur eftir tíu daga Engar takmarkanir eru nú í gildi fyrir þá sem greinast með veiruna en sóttvarnalæknir til að fólk sé í einangrun í fimm daga, þó það sé ekki skylda. Þeir sem eru með lítil einkenni eða einkennalausir geta þá verið í smitgát. Óskar segir að fólk sem vill passa ætti í rauninni að halda sig til hlés þangað til að það er ekki lengur með einkenni. Ekki er nein einföld leið til að komast að því hvort einstaklingur er lengur smitaður og því skipti tíminn meira máli í því samhengi. Eftir fimm daga ætti fólk að vera nokkuð öruggt um að það smiti ekki lengur frá sér, mun öruggara eftir sjö daga, og eftir tíu daga er nánast alveg öruggt að fólk sé ekki smitandi, að sögn Óskars. Fólk sem vill gæta fyllstu varúðar geti þannig miðað við tíu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18 „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa tæplega 170 þúsund smit greinst hér á landi en frá því að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt í lok febrúar hafa flest smit verið greind með hraðprófum. Nákvæmnin er minni með þeim prófum heldur en PCR og því mögulegt að fólk fái falska neikvæða niðurstöðu, sérstaklega ef sýnið er tekið snemma í veikindunum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki vera með nákvæmar tölur um slíkt en að hann hafi orðið var við það. „Við tökum eftir því að fólk er stundum að taka heimapróf á hverjum degi og greinir sig sjálft síðan ekki fyrr en á öðrum, þriðja eða fjórða degi,“ segir Óskar. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það sé kannski meira af veirunni í fólki þegar sýkingin er aðeins komin í gang og þess vegna er auðveldara að greina það,“ segir hann enn fremur. „Það er ekki endilega víst að maður sé ekki með Covid þó að prufa á fyrsta kvefdeginum er neikvæð.“ Aðspurður um hvort fólk ætti mögulega að bíða með að mæta í sýnatöku í einhvern tíma eftir að fyrstu einkenna verður vart segir Óskar að engin slík tilmæli hafi verið gefin út. „En það eru þó nokkuð margir sem eru að taka próf á hverjum degi en greinast ekki fyrr en á öðrum eða þriðja degi. Þú þarft ekki endilega að drífa þig,“ segir Óskar þó. Nánast alveg öruggur eftir tíu daga Engar takmarkanir eru nú í gildi fyrir þá sem greinast með veiruna en sóttvarnalæknir til að fólk sé í einangrun í fimm daga, þó það sé ekki skylda. Þeir sem eru með lítil einkenni eða einkennalausir geta þá verið í smitgát. Óskar segir að fólk sem vill passa ætti í rauninni að halda sig til hlés þangað til að það er ekki lengur með einkenni. Ekki er nein einföld leið til að komast að því hvort einstaklingur er lengur smitaður og því skipti tíminn meira máli í því samhengi. Eftir fimm daga ætti fólk að vera nokkuð öruggt um að það smiti ekki lengur frá sér, mun öruggara eftir sjö daga, og eftir tíu daga er nánast alveg öruggt að fólk sé ekki smitandi, að sögn Óskars. Fólk sem vill gæta fyllstu varúðar geti þannig miðað við tíu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18 „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50