Diljá kveður borgarpólitíkina ósátt við kosningafyrirkomulag Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 14:00 Diljá hefur ákveðið að þiggja ekki 5. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þær fara fram eftir tvo mánuði. Hún segir að prófkjörið og niðurstöðuna þar hafa reynst sér þungbær. Vísir/Vilhelm Diljá Ámundadóttir Zoëga hefur ákveðið að þiggja ekki fimmta sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
„Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira