Diljá kveður borgarpólitíkina ósátt við kosningafyrirkomulag Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 14:00 Diljá hefur ákveðið að þiggja ekki 5. sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar en þær fara fram eftir tvo mánuði. Hún segir að prófkjörið og niðurstöðuna þar hafa reynst sér þungbær. Vísir/Vilhelm Diljá Ámundadóttir Zoëga hefur ákveðið að þiggja ekki fimmta sæti á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
„Síðast liðnu dagar hafa tekið á. Ég ætla ekki að þykjast að vera annað en miður mín og sorgmædd yfir því að vera að kveðja störf mín, samstarfsfólk úr öllum flokkum og stjórnkerfinu öllu í vor,“ segir Diljá í pistli sem hún birtir á Facebooksíðu sinni. Sér sér ekki annan kost en hætta Þar greinir hún frá ákvörðun sinni og skýrir hvað býr þar að baki. Hún segist sjá fyrir sér að þátttaka í stjórnmálum, við svo búið, eftir niðurstöðu úr prófkjöri, að hún muni tryggja sér fulla atvinnu. „Ég er því miður ekki í aðstöðu til að geta tekið áhættu um að það tiltekna sæti geti boðið mér fullt starf eftir kosningar. Ég er einstæð móðir og er líka með langveikt og fatlað barn sem ég vil tryggja allt heimsins öryggi og stöðugleika.“ Fjölmargir félagar í Viðreisn og fleiri lýsa því yfir að þeim þyki mikil eftirsjá af henni en Diljá fer yfir feril sinn í stjórnmálum í pistlinum. Umdeilanlegt fyrirkomulag Þá setur hún spurningarmerki við fyrirkomulagið en svo virðist sem fléttulistar og kynjakvótar séu farnar að bíta í skottið á sér; farið að standa framgangi kvenna í stjórnmálum fyrir þrifum. Dilja lýsir því að hún hafi fengið virkilega góða kosningu í prófkjörinu. Af þeim sem greiddu atkvæði hlaut hún 73 prósent kosningu eða næst mestan fjölda atkvæða frambjóðenda sem voru sjö. Og afgerandi kosningu í þriðja sætið, sem er það sæti sem Diljá sóttist eftir. „En það dugði því miður ekki til. Talningarkerfið virkar þannig að sá frambjóðandi, sem bauð sig fram í oddvitasætið, en náði ekki kjöri þar er þó með 9 atkvæðum fleiri en ég í 1. - 3. Sætið. Og hlýtur þá það sæti og ég það fjórða. Vegna reglu um kynjafléttu á lista dett ég svo niður í 5. sætið.“ Diljá segir að svona séu reglurnar og hún virði þær að sjálfsögðu. En vert sé að upplýsa fólk um, ekki síst þá 855 sem greiddu henni atkvæði, að hún ætlaði að láta gott heita að sinni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira