Íslendingur í Kænugarði segir Rússa orðna örvæntingarfulla Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2022 12:50 Fjölbýlishús í Kænugarði er nánast algerlega ónýtt eftir loftárásir Rússa síðast liðna nótt. AP/Vadim Ghirda Forsætisráðherrar þriggja austurevrópulanda funda með forseta Úkraínu í Kænugarði í dag. Höfuðborgin varð fyrir einum mestu loftárásum stríðsins síðast liðna nótt. Óskar Hallgrímsson sem býr í borginni segir Rússa orðna örvæntingarfulla því Úkraínumönnum hafi gengið vel að rjúfa birgðaleiðir þeirra. Óskar Hallgrímsson og Mariika kona hans sem búa í miðborg Kænugarðs urðu vör við mikla byssubardaga í gærkvöldi og vöknuðu svo upp við mikinn sprengjuný snemma í morgun. „Síðan klukkan fimm, vöknum við bæði við þvílíkar sprengingar og læti. Þetta var eins og þetta væri bara í garðinum hjá okkur. Húsið nötraði allt og skalf og hélt áfram. það var ekkert ein eða tvær, þetta var alveg tíu eða fimmtán eða eitthvað,“ segir Óskar. Óskar Hallgrímsson segir úkraínska hernum hafa gengið vel við að rjúfa birgðaflutninga Rússa.Stöð 2 Þau hjónin fóru inn á baðherbergi sem þau hafa einangrað sem einhvers konar loftvarnabyrgi. Óskar telur að mestur hávaðinn hafi komið frá loftvarnakerfi borgarinnar sem hafi gefist mjög vel frá því stríðið hófst að skjóta niður bæði rússnesk flugskeyti og orrustuþotur. Þær heimildir sem hann hafi segi að tekist hafi að skjóta niður allt að níutíu rússneskar þotur frá upphafi stríðsins. Engu að síður tókst Rússum að hæfa íbúðarblokk þar sem einn maður lést og skemmdir urðu mjög miklar. Eftir stutt hlé segir Óskar að sprengjugnýrinn hafi byrjað aftur og staðið yfir í um tvær klukkustundir. Enn megi þó heyra í loftvarnaflautum og skothríð af og til. Forsætisráðherrar Póllands, Tékklands og Slóvaníu ætla að eiga fund með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði. Óskar segir þessa heimsókn og stuðning umheimsins skipta miklu máli. Mikill baráttuandi í fólki „Það er svakalegur baráttuandi hér. Fólk hefur svakaleg trú á hernum, ríkisstjórninni og fólk finnur þennan stuðning og meðbyr sem við erum að fá frá alþjóðasamfélaginu,“ segir Óskar. En auðvitað hafi ástandið í borgum eins og Mariupol, Kherson og Kharkiv mikil áhrif á fólk. „Svakaleg sorg. Og auðvitað hræðir þetta fólk. Það er svo erfitt að tala um góðar fréttir í stríði. Það er svo erfitt að segja það var flott að þetta hafi gerst. En við erum náttúrlega í stríði. Maður sér desperatsjónina í Rússunum. Þeir eru farnir að ráðast svona á almenna borgara til að reyna að draga niður móralinn í fólki og fólk er auðvitað hrætt. En ég held að þetta hafi gjörsamlega öfug áhrif á almenna borgara,“ segir Óskar. Hann væri núna kominn með aðgang að mun betri upplýsingum af stöðu mála en áður. Samkvæmt þeim séu Rússar orðnir mjög örvæntingarfullir enda hafi úkraínska hernum tekist að rjúfa birgðaleiðir þeirra víðast hvar. Til að mynda með því að skjóta niður eldsneytisbíla. Þannig takist Rússum ekki að koma vopnum og vistum til innrásarhersins víða. „Þeir færa herinn langt á undan þeim leiðum sem þeir fæða herinn. Straetegían hjá úkraínska hernum er að taka út þessa línur, sem fæða eldsneyti, mat og vopn,“ sagði Óskar Hallgrímsson í Kænugarði í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hersveitir Rússlands hafa lítið sótt fram í Úkraínu á undanförnum dögum. Bæði í norðri, í sókn Rússa að Kænugarði, og í suðri, þar sem Rússar hafa setið um Maríupól og reynt að sækja að Odessa, hefur lítið gengið og er það að miklu leyti rekið til birgða- og samskiptavandræða. 15. mars 2022 11:13 Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Óskar Hallgrímsson og Mariika kona hans sem búa í miðborg Kænugarðs urðu vör við mikla byssubardaga í gærkvöldi og vöknuðu svo upp við mikinn sprengjuný snemma í morgun. „Síðan klukkan fimm, vöknum við bæði við þvílíkar sprengingar og læti. Þetta var eins og þetta væri bara í garðinum hjá okkur. Húsið nötraði allt og skalf og hélt áfram. það var ekkert ein eða tvær, þetta var alveg tíu eða fimmtán eða eitthvað,“ segir Óskar. Óskar Hallgrímsson segir úkraínska hernum hafa gengið vel við að rjúfa birgðaflutninga Rússa.Stöð 2 Þau hjónin fóru inn á baðherbergi sem þau hafa einangrað sem einhvers konar loftvarnabyrgi. Óskar telur að mestur hávaðinn hafi komið frá loftvarnakerfi borgarinnar sem hafi gefist mjög vel frá því stríðið hófst að skjóta niður bæði rússnesk flugskeyti og orrustuþotur. Þær heimildir sem hann hafi segi að tekist hafi að skjóta niður allt að níutíu rússneskar þotur frá upphafi stríðsins. Engu að síður tókst Rússum að hæfa íbúðarblokk þar sem einn maður lést og skemmdir urðu mjög miklar. Eftir stutt hlé segir Óskar að sprengjugnýrinn hafi byrjað aftur og staðið yfir í um tvær klukkustundir. Enn megi þó heyra í loftvarnaflautum og skothríð af og til. Forsætisráðherrar Póllands, Tékklands og Slóvaníu ætla að eiga fund með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði. Óskar segir þessa heimsókn og stuðning umheimsins skipta miklu máli. Mikill baráttuandi í fólki „Það er svakalegur baráttuandi hér. Fólk hefur svakaleg trú á hernum, ríkisstjórninni og fólk finnur þennan stuðning og meðbyr sem við erum að fá frá alþjóðasamfélaginu,“ segir Óskar. En auðvitað hafi ástandið í borgum eins og Mariupol, Kherson og Kharkiv mikil áhrif á fólk. „Svakaleg sorg. Og auðvitað hræðir þetta fólk. Það er svo erfitt að tala um góðar fréttir í stríði. Það er svo erfitt að segja það var flott að þetta hafi gerst. En við erum náttúrlega í stríði. Maður sér desperatsjónina í Rússunum. Þeir eru farnir að ráðast svona á almenna borgara til að reyna að draga niður móralinn í fólki og fólk er auðvitað hrætt. En ég held að þetta hafi gjörsamlega öfug áhrif á almenna borgara,“ segir Óskar. Hann væri núna kominn með aðgang að mun betri upplýsingum af stöðu mála en áður. Samkvæmt þeim séu Rússar orðnir mjög örvæntingarfullir enda hafi úkraínska hernum tekist að rjúfa birgðaleiðir þeirra víðast hvar. Til að mynda með því að skjóta niður eldsneytisbíla. Þannig takist Rússum ekki að koma vopnum og vistum til innrásarhersins víða. „Þeir færa herinn langt á undan þeim leiðum sem þeir fæða herinn. Straetegían hjá úkraínska hernum er að taka út þessa línur, sem fæða eldsneyti, mat og vopn,“ sagði Óskar Hallgrímsson í Kænugarði í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hersveitir Rússlands hafa lítið sótt fram í Úkraínu á undanförnum dögum. Bæði í norðri, í sókn Rússa að Kænugarði, og í suðri, þar sem Rússar hafa setið um Maríupól og reynt að sækja að Odessa, hefur lítið gengið og er það að miklu leyti rekið til birgða- og samskiptavandræða. 15. mars 2022 11:13 Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hersveitir Rússlands hafa lítið sótt fram í Úkraínu á undanförnum dögum. Bæði í norðri, í sókn Rússa að Kænugarði, og í suðri, þar sem Rússar hafa setið um Maríupól og reynt að sækja að Odessa, hefur lítið gengið og er það að miklu leyti rekið til birgða- og samskiptavandræða. 15. mars 2022 11:13
Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 15. mars 2022 08:18